Ég er Sigurður Pálsson

Notaði stund milli stríða til að hlaupa í sturtu og raka mig.  Nema ég skildi eftir yfirvaraskeggið.  Núna er ég eins og Sigurður Pálsson nema bara ekki með pottlok og hvítan trefil. En svona yfirvaraskegg hlýtur að blása mér lýrískumstemningum í brjóst.  Ég á eflaust eftir að yrkja berklaveikur í nótt ódauðleg ljóð um það þegar ég leiddi ástina mína um París.  Báðar mínúturnar sem við vorum þar á DeGaulle flugvellinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er það gott eða slæmt að vera Sigurður Pálsson?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Kreppumaður

Ekki neitt, fékk hann ekki bókmenntaverðlaun í janúar?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:39

3 identicon

Færð þú verðlaun? Í janúar?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Kreppumaður

Ég fæ alltaf verðlaun 10. janúar.  Næst verður það verðlaun númer 37!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:43

5 identicon

Þú hlýtur að líta út fyrir að vera gamall í kvöld!

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:49

6 identicon

Heppinn! Hvað er málið með yfirvaraskeggið? Ætlarðu kannski að splundra pólska rapppartýinu á neðri hæðinni innan frá með því að dulbúast sem einn af þeim og lauma pavarotti í spilarann þegar þeir eiga sé einskins ills von? Eða hvað?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Kreppumaður

Ragga:  já ég lít loksins út fyrir að vera kominn á fertugsaldur.

Guðbjörg:  ég er að vona að lögreglan splundri partýinu á undan mér!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:52

8 identicon

Gamall nei nei, langt í það! Já hvar er löggan?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Kreppumaður

Sú sem ég mun ræða við útskrifaðist með mér og er núna háttsettur, sjáum hvað hann getur.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 23:02

10 identicon

Allt í lagi, þú átt vini á æðri stöðum svo málið gæti farið að taka á sig aðra mynd. Gott, gott!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:09

11 Smámynd: Kreppumaður

En svo er það hvort ég nenni að hringja og bera mig eftir björginni?  Og vita þeir þá ekki hver gerði það og koma og berja mig með öxum og járnstöngum?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 23:13

12 identicon

jú og gaddakilfum og garðklippum og bara og bara .....Nei það má ekkert illt henda þig !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Kreppumaður

Þess vegna hækka ég bara í Narciso Yepes og hlustaá gítarin hans væla....

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband