Ég er að verða fífl

Klukkan níu féll allt í ljúfa löð til þess að hefjast aftur klukkan hálfellefu.  Partýið hefur fengið sér kríu eða þurft að fara út í búð eftir blandi.  Fyrirgefið, til dílersins eftir meira spítti.  Nú telst mér til að í samanlagt fimmklukkutíma hafi ríkt hér þögn síðan ég kom heim úr vinnu á föstudaginn.  Enda er það farið að sjást á mér.  Í stað þess að vera í lýrískuskapi er ég orðin ein taugahrúga.  Tekinn og fölur með magaverki, keðjureykjandi og haltrandi á milli herbergja, bíðandi þess að bassatakturinn verði hækkaður svo mikið að bækur detti úr hillum.  Núna er sunnudagur og ég þoli ekki við.  Ætla að fara og fá mér hádegismat og heimsækja svo foreldra mína og fá að leggja mig þar.  Öll helgin mín er nánast ónýt því að einhverjir aðrir stýrðu ekki bara því hvort að ég vakti eða svæfi, heldur líka skapinu mínu.  Ég hefði alveg eins geta farið á dómsdagsfyllirí sjálfur og bakað miðtaugakerfinu tjón með amfetamínneyslu.  Það væri bara við mig að sakast.  En þetta ástand er óþolandi og er að gera mig að nöldrandi smámenni.  Geri ekkert nema að blogga hverja færsluna á fætur annarri til þess eins að fá útrás.  Næsta skref með þessu áframhaldi verður síða full af Pólverjahatri og níði um þá.  Er nefnilega eftir síðasta mánuð og sérstaklega þessa helgi, í stuði til þess að lepja alla vitleysuna sem skrifuðu er um útlendinga í fjölmiðlum og alla vitleysuna upp úr fólki sem er almennt hrætt við þá sem ekki tala Íslensku og ganga í hópinn og breiða þvæluna út.  Svona fer langvarandi svefnleysi með annars fordómalausan huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finn til með þér. Er virkilega ekkert hægt að gera í þessu ástandi?

Ragga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kvaldist af þessum bassatakti í tvö ár, þ.e. allar helgar og oft í miðri viku.  Þá daga sem ég var ekki pyntuð með helv... tónlistinni (tónlist??) þá geltu varðhundarnir hvor í kapp við annann (auðvitað Rottweilerar til að hafa hemil á óboðnum gestum).  Undir þetta tóku svo blandaðir kórar undir svefnherberisglugganum, flöskubrot, ofbeldi og uppgjör sambanda.  Dásamleg stúdía í mannlegu eðli.  Ég bjó í sex ár við Laugaveginn en með harðfylgi fékk ég helvítis tvíburana sem leigðu á neðri hæðinni, borna út.  Þeir skáru þá dekkinn undan jeppa heimilisins.

Dásamlegt að skrifta svona í morgunsárið.

Nú líður mér betur.  Þú hefur fengið minn kross að bera.

Kveðja úr fokkings Breiðholtinu.  Þar sem fuglar syngja og syngja og ekkert annað hljóð heyrist.

Amen.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Kreppumaður

Talað við félaga minn hjá lögreglunni.  Hann huggaði mig við það að menn sem væri í svona mikilli neyslu urðu brátt peningalausir eða ofbeldi að bráð.  Og þessi vinátta þeirra mundi ekki haldast lengi.  Mér fannst það lítil huggun.  Og já ef þessir piltar eru sjálfir að díla þá er ég í aðeins verri málum því að þá verður seint lokað á uppsprettu amfetamínsins.   Þetta á eftir að enda illa.

Kreppumaður, 30.3.2008 kl. 11:29

4 identicon

En hefur lögreglan þá engan áhuga á þeim... þótt eiturlyf virðist flæða um íbúðina?

Ragga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:36

5 Smámynd: Kreppumaður

Jú þeir taka öllum ábendingum en það verður fátt gert út af smá dópi einu og sér, þetta eru einhver skítseiði sem díla sennilega í önnur Pólsk smámenni.  Eina merkilega sem kom fram í þessu samtali var sú skoðun að margir innan lögreglunnar telja að stór hluti Pólverja á Íslandi hafi ekki verið að meika það í Póllandi og eigi ekki afturkvæmt þangað.  Gaman að vita hvar fordómarnir finnast. 

Kreppumaður, 30.3.2008 kl. 11:46

6 identicon

Jahérna.

Ragga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Kreppumaður

Nú sofa þeir eflaust eins og ungabörn og dreyma trén sem amfetamínið vex á...

Kreppumaður, 30.3.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband