Ártúnsbrekku orrustan 2008

Er svo illa innrættur að þessi frétt kætir mig.  Reiður vöruflutningabílstjórar grípa til hnefaréttsinns þegar lögreglan reynir að koma skikk á aðstæður.  Næstum eins og frétt frá útlöndum.  Og í jafn tíðindalitlu þjóðfélagi og Íslandi kemst þessi atburður í annála sem Ártúnsbrekku orrustan.  Önnur eins tíðindi hafa ekki verið í hérlendri verkalýðsbaráttu síðan Gúttóslagurinn var 1932.  Heilt kjaftshögg og maður handtekinn.  Næst munu bílstjórar koma fram og tala um ofsóknir á hendur sér.  Tíbetbúar munu mótmæla og sýna okkur samhug.  Búddamunkur mun kveikja í sér með rándýru Íslensku bensíni.  Þá fyrst mun heimsbyggðin öll mæna hingað á ofbeldi hafta og tolla sem eru að gera heila þjóð að ofbeldismönnum.  En ég á ekki vona að þessar aðgerðir skili nokkru.  Ekki hérna.  Það eina sem þær koma til leiða er að gera fullt af morgunpirruðum bílstjórum enn reiðari og að sjá nokkrum bloggurum fyrir efni til þess að þrasa um.  Fínt þegar maður hefur sofið yfir sig og er andlaus. 


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótmæli
Hingað og ekki lengra!

Fylkjum liði og mætum gangandi, hjólandi eða akandi á Austurvöll þriðjudaginn 1. apríl kl. 16
Fyllum miðbæinn og sýnum samstöðu í verki.
Við, hinir almennu borgarar, fjölskyldufólk, bíleigendur, atvinnubílstjórar og aðrir sem láta sig málið varða, skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.

4x4 (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Kreppumaður

Afhverju ekki?

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband