Sleginn með skítugri borðtusku

Kannski var það vegna mikil svefnleysis og ég þess vegna dottinn út takti við sjálfan mig að ég hringdi í stúlku í gær og spurði hvort hún vildi koma í mat til mín á miðvikudaginn.  Nei, svaraði hún, það vil ég ekki gera.  Nú, spurði ég, átti ekki vona á þessu svari.  Þú ert svo mikið fífl, svaraði hún, og erfitt að átta sig á því hvað þú ert að hugsa.  Ég þagði.  Vissi ekki hvað ég ætti að segja.  Ekki nema þrír dagar síðan hún hafði boðið sér sjálf í heimsókn hingað.  Og nú þegar henni var boðið vildi hún ekki koma.  Ég hélt áfram að þegja.  Gjörsamlega sleginn út af laginu og líka svo svefnvana að ég átti erfitt með að grafa upp viðeigandi orð.  Jæja, sagði ég og ætlaði að fara að kveðja.  Ertu sár spurði hún?  Nei, sagði ég og reyndi að bera mig mannalega, hissa, bætti ég við.  Ég hef nú oft orðið hissa í samskiptum við þig, svaraði hún, en ég ætla að melta það hvort ég vilji borða með þér, læt þig vita á morgunn.  Svo kvöddumst við.

Og ég stóð mig að því að vera fullur af höfnunartilfinningu vegna þessarar stúlku.  Stúlku sem ég hafði þó nokkuð oft reynt að koma mér undan að hitta þegar hún vildi það.  Ég held að ég hafði átt þetta skilið, svona eins og ef maður er dónalegur á veitingarhúsi og afgreiðslustúlkan mundi slá mann utan undir með blautri og skítugri borðtusku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki laust við að ég dáist að þessa konu í laumi :)

Heiða B. Heiðars, 31.3.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

úff þessi ástarmál Kannski rankar hún við sér í tæka tíð ;)

Gunnhildur Ólafsdóttir, 31.3.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Kreppumaður

Heiða:  ég held að þú sért bölvað skass sjálf!

Gunnhildur:  Það er nú ekki eins og ég hafi ekki sjálfur sagt nei þegar hún hefur verið að biðja mig að gera eitthvað með sér, svo ég á þetta skilið.  En ég mundi nú ekki alveg vera svo hátíðlegur að kalla þetta ástarmál.  Frekar svona... hummm... fólk að drepa tímannmál?

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst hún dúlla þessi kona.  A.m.k. smá.  Hún kemur samt, vertu svo viss um það, þ.e. ef boðið stendur ennþá.  Annars gæti orðið úr þessu skemmtilegur farsi.  Sko hún má ekki koma þegar hún vill það en er velkomin þegar hún vill það ekki.

Omg hvað ég er fegin að þetta er að baki.

En samt..

það var stundum gaman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Kreppumaður

Það er sagt að sagan endurtaki sig.  Samskipti mín við konur hafa stundum verið endurtekning.  Og það er eflaust ekki þeim að kenna.  Held að ég þyrfti svona HAM meðferð til þess að breyta þessu samskiptaformi sem alltaf í fyrstu (hjá mér) einkennist af ótta.  En ég ætla ekki að fara lengra út í það hérna...   

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha!! What comes around goes around :)

Ég skass! Algjör ljúflingur og afskaplega meðfærileg

Heiða B. Heiðars, 31.3.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Kreppumaður

Skal trúa því þangað til annað kemur í ljós.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 17:19

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Gott á þig.
Vona að hún fari ekki að álpast til að mæta.

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 17:37

9 Smámynd: Kreppumaður

Takk fyrir það Gerður.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 17:42

10 identicon

Hún kemur, held þetta sé bara í kjaftinum á henni.

Ragga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:43

11 Smámynd: Kreppumaður

Þetta fer einhvern veginn.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 17:45

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Voðalega er Gerður grimm í dag!!

Ég held reyndar að þetta sé meira en bara í kjaftinum á henni.... held að þetta sé bara svona bráðskörp stelpa! Enda stendur kreppumaðurinn alveg á gati af því að hún hagar sér ekki eins og hann átti von á.... og þ.a.l. býr hún meira í kollinum á honum ;)

Heiða B. Heiðars, 31.3.2008 kl. 17:49

13 identicon

HAM! Nei nú gengurðu fram af mér, Þú ert örugglega að tala um hugræna atferlismeðferð? Bara að vera viss. Hef ekki trú á að það virki!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:49

14 Smámynd: Kreppumaður

Guðbjörg: Er að tala um hugræna... Og hef ekki trú á því heldur að hún virki, ekki á mig alla veganna.

Heiða:  Já það er fúlt þegar fólk hagar sér ekki eins og maður vill að það geri.  En gott þegar fólk er ekki fyrirsjáanlegt.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 17:51

15 identicon

Ekki sammála Heiða, daman segir strax nei og er ferlega töff en svo breytist það í kannski sem ég held að endi með matarboði.

Ragga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:09

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi rétt.... hún sagði nei...og stendur örugglega ekki við það. En ef hún gerir það þá fær hún stig frá okkur;)

Heiða B. Heiðars, 31.3.2008 kl. 18:16

17 Smámynd: Kreppumaður

Þið eruð alla veganna búnar að koma því inn að það sé ekki snjallt að ég hringi og ítreki boð mitt.  Nema ég vilji vera eins og bjáni.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 18:21

18 identicon

Svo sannarlega Heiða!

Ragga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:31

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

No comment kreppa :) Verður bara að spila þetta eftir eyranum.... færð ekkert kvenlegt innsæi á þetta hérna :)

Heiða B. Heiðars, 31.3.2008 kl. 19:03

20 Smámynd: Kreppumaður

Kvenlegt innsæi... gef ekki mikið fyrir það.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 19:09

21 identicon

Held það sé næstum hægt að setja þetta svona: Þú hringir, hún kemur ekki. Þú hringir ekki og hún mætir. Það væri svona það týpíska.

Ragga (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:23

22 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Þú hringdir í hana vegna ´svefnleysis´ og ´af því að þú varst úr takti við sjálfan þig´ - ætlarðu svo að fara að spila eitthvert fórnarlamb? Ég er ekki að kaupa það. :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 19:32

23 identicon

Leiksoppur...........kvenna!!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:38

24 Smámynd: Kreppumaður

Ég er mikið fórnarlamb.  Mjög mikið.  Finnst að fólk ætti að vera að safna peningum handa mér en ekki Hannesi H?  Ég þarf á þeim að halda til þess að komast í afslöppun til Fjarkanistan.

Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 20:14

25 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Hey HAM virkar sko klárlega - þó ég viti nú samt ekki hvort hún lagi þessa krísu en ég verð að viðurkenna að mér finnst ,,fólk að drepa tímann mál" alveg æði;)

Gunnhildur Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:23

26 Smámynd: Kreppumaður

Ég veit að HAM virkar og er mjög hrifin af því meðferðarkerfi fyrir þá sem hafa þroska og þolinmæði í það.

Er fólk ekki bara að drepa tíman með því að umgangast þegar það er harð ákveðið að ana ekki út í brúðkaup og barneignir?

Kreppumaður, 1.4.2008 kl. 00:25

27 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já þú ert kannski bara einn af þeim sem hefðir frekar þolinmæði í Freudíska meðferð ?   Þetta er klárlega tímaeyðsla þegar maður hefur engar vonir né væntingar um einhverja framtíð saman.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:33

28 Smámynd: Kreppumaður

Held að Freudísk meðferð mundi henta mér.  Þá gæti ég talað um draumana mína og reynt að ráða í allar þessar regnhlífar sem mig er alltaf að dreyma...

Á maður yfirhöfuð einhverja framtíð með einhverjum nema sjálfum sér?

Kreppumaður, 1.4.2008 kl. 00:49

29 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já verst að meðferðin sú myndi bara taka þig nokkur ár.. en hafir þú nægan tíma þá er það kannski allt í lagi...

Ég hef litla trú á samböndum eða hjónaböndum yfir höfuð. Fer allt til fjandans á endanum - líklega bara best að sleppa því að byrja á þeim og einbeita sér frekar að sjálfum sér -  líklegra að þar sé einhverja framtíð að finna en með öðrum...

Gunnhildur Ólafsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:58

30 Smámynd: Kreppumaður

Ég hef ekkert nema tíma fyrir Freud gamla.

Eins og talað úr mínu hjarta.  Eftir nokkur sambönd þá finnur maður að maður verður sjálfur alltaf ómeðfærilegri (vegna þess að maður liggur ekki á bekk út í Vínarborg) og aðrir eflaust líka.  En það er hægt að njóta samveru, kvöld og kvöld, án þess að það þurfi alltaf að enda með því að fólk fari að skoða hringa í búðargluggum!

Kreppumaður, 1.4.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband