31.3.2008 | 19:18
Taugaveiklun
Það var svo mikil þögn hérna að ég forðaðist að kveikja á útvarpinu þegar ég kom heim. Hvað þá að voga mér að spila tónlist. En eftir tvo tíma var þögnin orðin svo þrúgandi að ég laumaðist til þess að kveikja á RÚV. Passaði mig að hafa tækið mjög lágt stillt. Datt allt í einu í hug að svona væri það að vera draugur. Þögn, enginn á ferli nema maður sjálfur í tómri íbúð. Fannst þetta með það að ég væri draugur eitthvað svo rétt því að ég hafði enga matarlist. Langaði ekki í neitt úr ísskápnum eða öðrum skápum. Og alls ekki í skyndimat. Fékk mér ískalt vatn og hrökkbrauð frekar en ekki neitt. Leið eins og ég væri í ströngum megrunarkúr. Fletti upp á sjónvarpsdagsskránni í blaðinu. Ég horfi aldrei á sjónvarp. Stundum dvd en sjónvar... Ofboðslega sjaldan. En ég fylgist með því hvað er í boði svona til að vita hvað aðrir eru að bardúsa á kvöldin. Hlustaði á Spegilinn án þess að heyra hvað ver sagt. Var alltaf að bíða eftir því að trumburnar hæfust á ný. Svona eins og boðberi þess að frumstæður ættbálkur væri farinn að undirbúa fórnarhátíð og ætti bara eftir að finna fórnina - sem væri ég! Ég held að ég ætti að draga úr neyslu á kaffi og áfengi. Ég held að það geri mig taugaveiklaðan.
Athugasemdir
... heyrðu, taktu bara eitt skref í einu... hættu í kaffinu... allt í lagi með smá alkóhól... ég drakk yfir mig af kaffi... fór í te-ið og viti menn... það slaknaði á hverri taug í líkamanum... síðan er ég slakur og umburðarlyndur... og hamingjusamur!... takk fyrir veiðisöguna... hún er góð...
Brattur, 31.3.2008 kl. 22:15
Sko, hef það fyrir reglu að drekka ekki kaffi eftir 20.00 á kvöldin, frekar te. En trommusláttur síðustu daga hefur gert það að verkum að ég geng fyrir kaffi, svona álíka og þegar ég táningur og gat sturtað í mig kaffi en samt verið sofnaður eftir 5 mín. Kaffi er bara eitur fyrir mig eftir kvöldmat eða þannig. Gaman að þér líkaði saga.
Kreppumaður, 31.3.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.