1.4.2008 | 00:23
1. apríl
Það er kominn 1. apríl. Sú var tíðin að ég lét eldri konur eins og ömmu mína og móðir hlaupa apríl á þessum degi. Gerði það einu sinni að heimsækja ömmu mína og tilkynna henni það grafalvarlegur að ég væri kominn úr skápnum og farinn að búa með 30 árum eldri manni. Man að amma missti bolla í gólfið og hann brotnaði. Ég hef endalaust logið að konum á þessum ágæta degi en nú er nóg komið. Ég ætla mér að vera alvarlegur og prúður í dag. Ekki atast í einum né neinum. Leyfa deginum að líða án hrekkja. Ég hlít að vera að þroskast eða - þessar konur hafa þurft að þola það mikið af minni hálfu í gegnum tíðina að það er best að hætta ekki á að eitthvað merkilegra en bolli brotni. Til dæmis hjarta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.