Lúðrar Opinberunarbókarinnar

Var nýkominn heim eftir að hafa dáðst af öllum nýstrípuðu hnökkunum í þröngu stuttermabolunum á Laugaveginum á leið heim, (merkilegt að þeim skuli ekki vera kalt þótt að það sé vorsól á lofti) þegar lúðrahljómur hófst svo húsið nötraði!  Svo hávær og stöðugur var þessi hljómur að mér var strax hugsað til englanna í Opinberunarbókinni og spurði mig því: ertu reiðubúin til þess að mæta skapara þínum?  Og komst að þeirri niðurstöðu að ég með minn langa syndalista yrði aldrei tilbúinn til þess að mæta fyrir dóma á hinum efsta degi og því væri dagurinn í dag ekkert verri en hver annar.  Og ég beið en lúðrahljómurinn færðist bara í aukana og óx svo mikið að bækur dönsuðu í þéttsetnum hillum.  Ekkert gerðist.  Himin og jörð fórust ekki þótt að enn megi heyra horn þeytt eins og heimsendi sé í nánd.  Svo mundi ég að þetta var forleikurinn að þeim mótmælum sem ég hafði ætlað að kíkja á.  Ég held að ég geri það ekki.  Til þess minna þessi ósköp mig of mikið á það að ég er bara dauðlegur maður.  Sandkorn á strönd.  Og fæ engu breitt um stóratburði allt í kringum mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband