Og mér var hótað

Kærasta annars pólverjans bankaði hérna uppá áðan (þessi með viðbjóðslegu röddina) og spurði hvort að ég hefði kvartað undan þeim?  Ég sagði svo vera.  Hún (leit út eins og ódýrasta gerð af götumellu saman ber þær sem ég sá í austur-Berlín á sínum tíma) spurði hvað það kæmi mér við hvað þau aðhefðust?  Ég skildi bara halda mér saman annars hefði ég verra af!  Ég spurði hana hvað hún ætti við?  Hún sagði að ég vissi það alveg!  Hún var í magabol, það voru slitför á maganum og tattú sem teygði sig (sennilega) frá nára og upp yfir buxnastrenginn og hringaðist í kringum naflan (ekki misskilja mig, hef ekkert á móti húðflúrum) og virtist vera af kínverskum dreka eða þúsundfætlu.  Alla veganna var það illa gert og myndi því óljós.  Ég þakkaði henni fyrir viðvörunina.  Og trumbuslátturinn úr iðrum jarðar, alla leiðina frá helvíti fordæmdra sála hófst.

Ég er farinn út að horfa á fótbolta.  Ég ætla að láta sem þetta lið sé ekki til.  Fyrr eða síðar verður einhver stunginn með hníf.  Ég veit það.  Hef það úr leikritum, alltaf þegar ógæfufólk djammar lengi þá verður einhver meiddur.  Svo er líka stundum eitthvað skrifað um það í blöðunum.  En það var gaman að  sjá hverskonar glamurgellur það eru sem nenna að láta dvergvaxna og snoðaða pólverja leggja sig flata.  Það væri velvilji af minni hálfu ef ég sagði að hún hefði bara verið sjoppuleg.  Ef ég væri kona og liti svona út og eflaust ekki mikið eldri en 25 (með svona dautt aflitað hár sem líktist helst flæktri einangrunar ull) þá mundi ég finna mér tré með sterkum greinum og reipisbút.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg

skemmtilegar lýsingar á gellunni vona að þér sé óhætt

Ingibjörg, 1.4.2008 kl. 18:26

2 identicon

Mér finnst þær samt frekar áhugaverðar þessar týpur, mig langar til að vita hvað þær hugsa þegar að þær líta í spegil, það sama finnst mér upp appelsínugula brúnkukrems fólkið.

Góða skemmtun yfir boltanum, hann verður í gangi á þessu heimili, ég ætla ekki að horfa. 

Ragga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Kreppumaður

Ég lifði boltann af. 

Og ég lifði það líka að ganga upp og niður stigann.  Það er ágætt í kvöld. 

En ég held að þetta lið haldi að það sé alveg dauðakynþokkafullt þegar það lítur í spegil.  Enda víman sem villir þeim sýn.

Kreppumaður, 1.4.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband