Að þekkja ekki fólk

Á leiðinni heim keypti ég mér metnaðarlausan hamborgar á þeim trendy stað Nonnabitum.  Á meðan ég sat þar og lét sósuna renna ofan í DV skottaðist ung stúlka inn og brosti til mín og sagði hæ.  Ég slefaði sósu og sagði hæ.  Og hugsaði: hver í andskotanum er þetta?  Ertu að koma úr vinnunni spurði hún og áður en ég gat svarað bætti hún við: þú ert þreytulegur!  Ég umlaði eitthvað og gerði kúlu úr bréfinu utan um hamborgarann og hún fór að segja mér að hún væri komin til þess að borga skuld, hafði ekki átt innistæðu á kortinu síðast þegar hún hafði verið þunn.  En gat ég ekki komið þessari stúlku fyrir mig og átti erfitt með að stynja upp: hvert í andskotanum ert þú?  Hún borgaði og við urðum samferða út.  Héldum áfram smá innihaldsrýru spjalli áður en hún kvaddi með þeim orðum að hún vonaðist til þess að sjá mig sem fyrst aftur.  Og ég horfði á eftir henni og klóraði mér í þreyttum hausnum og hafði enn ekki hugmynd um hvernig ég ætti að þekkja hana?  Hallaðist þó að því að ég hlyti að kannast við hana í gegnum systur mína að einhverjar aðrar stúlkur?  Það er virkilega óþægilegt þegar svona hendir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband