Ég gerist erótískur höfundur

Í kommentakerfi úti í bæ er verið að mana mig til þess að hefja feril sem erótískur bloggari eftir að eina þannig blogginu (sem ég las mér til skemmtunar) var lokað og læst af yfirvöldum í gær.  Ég veit ekki alveg hvort að ég eigi að gangast við áskorunni?  Ég á nógu erfitt með að taka mér í munn dónaleg orð eins og typpi, píka og endaþarmur, svo að það bætist nú ekki ofan á ofurviðkvæma blygðun mína, það hlustskipti, að fara að halda úti síðu sem inniheldur jafnvel myndrænar lýsingar sem innihalda eitthvað af þessum orðum!  Ég held að mér sé erótík einfaldlega ekki í blóðborin auk þess sem ég ætti erfitt með að lýsa nöktum líkömum oft án þess að endurtaka mig og hjakka í sama farinu (gatinu?  Sko er farinn að hugsa dónalega!) aftur og aftur.  Man líka eftir bók sem kom út einhvern tíman í kringum svona 1995 og innihélt erótískar smásögur eftir íslenska rithöfunda.  Það var vond bók og minnir mig á það að það er ekki oft sem maður rekst á samfaralýsingar í innlendum bókum.  Kannski að skammdeigið og kuldinn hérna komi í veg fyrir að íslendingar geti skrifað um samlíf elskenda án þess að það verði annað hvort neyðarlegt eða mjög gróteskt?  Þess vegna ætla ég að gefa þetta frá mér.  Það að ég hafi velt hugmyndinni fyrir mér og bloggað um hana, er nóg til þess að gera mig að tótalbjána!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga

Ohh, mig langar í erótík. Aldrei nóg af henni.

Samt góð pæling með kuldann hérna og kynkuldann í skrifum Íslendinga. 

Sigga, 2.4.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Kreppumaður

Held að Íslendingar muni aldrei höndla erótísk skrif nema þá alveg óvart.  Einhver slysast til þess að skrifa eitthvað erótískt.  Þú þarft að fara eitthvað annað til að finna erótíkina og verst að maðurinn sem var svo mikill nagli í rúminu að augu kvenna bunguðu er hann var með þeim, það er búið að loka honum.

Kreppumaður, 2.4.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og opna aftur.  Sei, sei, já.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Kreppumaður

Það eru mjög góð tíðindi!  Gleðst mikið.

Kreppumaður, 3.4.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband