3.4.2008 | 14:53
Kona á bekk
Þegar ég hljóp út í gær um tíuleitið gekk ég fram á konu sem sat á bekk í horninu við Iðuhúsið. Þetta var eldri kona um sjötugt. Tekin og klædd í síða kápu. Hún hafði sveipað um sig teppi og við hlið hennar voru skjóður og pokar með drasli í. Það var hvasst og kalt. Þegar ég gekk þarna aftur hjá rúmum klukkutíma síðar sat hún þarna enn. Nú veit ég ekkert um þessa konu eða sögu hennar en það leit allt útfyrir að hún ætlaði að láta fyrirberast þarna um nóttina. Dapurlegt hvað örlögin geta skolað okkur upp á grýttar strendur. Og ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ekki pláss einhverstaðar fyrir svona gamalt hró nema á þessum bekk í kulda og smá slyddu.
Athugasemdir
Já er þetta ekki ótrúlegt í þjóðfélagi þar sem búa 300 plús sálir?
Skömm að þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 15:00
Sérstaklega af því að ég get ekki ímyndað mér að þessi eldri kona væri mikill róni, hún var ekki þannig, frekar bara að hrekjast um.
Kreppumaður, 3.4.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.