3.4.2008 | 18:32
Stjörnurnar bakvið snjóinn
Ný orðinn sautján ára í janúar fyrir svo ótrúlega mörgum árum að keyra í kúkabrúna Altoinum mínum sem komst í 60 niður brekkur og það snjóar á rúðuna þegar þetta laga heyrist í útvarpinu. Og ég stoppaði bílinn og hækkaði í botn. Útvarpið var það eina sem virkaði. Miðstöðin gerði það eitt að auðvelda snjónum inngöngu í bílinn. Og ég sat og hlustaði á þetta lag og reykti og hugsaði um það í unggæðingsskap mínum að lífið væri ömurlegt og enginn skildi mig og engum þætti vænt um mig og allt það sem unglingar með óuppfylltar kynferðislanganir hugsa. Og það snjóaði og rúðan á bílnum varð hvít af þykkum nýföllnum snjó og mig langaði ekki heim og steig út úr bílnum, lagið ennþá í bakgrunni og í gegnum blauta drífuna gat ég séð að himininn var dökkgrár því að handan við það svarta, blikaði á stjörnur.
Athugasemdir
Þetta lag er svo frábært, eitt af uppáhalds þegar að stemningin er þannig.
Ragga (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:26
Þegar maður vill þunglyndi og eymd!
Kreppumaður, 4.4.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.