3.4.2008 | 18:52
Hef róið í sama hlandpollinum
Einu sinni fékk ég áminningu þegar ég var við háskólanám. Þá hafði ég falsað heimildir, ekki bara einu sinni, heldur oft í sama áfanganum. Og notaði nöfn fyrrum leikmanna man.utd sem höfunda margra lærðra ritgerða um það efni sem ég var að fjalla um. Þetta var í hundleiðinlegum stjórnunaráfanga sem ég sem ég hafði valið mér til þess að undirbúa mig betur undir lífið. Hannes svo sem falsaði ekki heimildir, hann bara gleymdi að geta þeirra. Ég man ekki betur en að þegar ég tók einhvern áfanga (fyrir svo ótrúlega löngu síðan) sem átti að undirbúa mig undir Akademísk vinnubrögð, þá hafði verið hamrað á því hversu mikilvægt það væri að geta heimilda alltaf rétt. Og að það skildi gert eftir öllum kúnstarinnar reglum. Og til þess að fólk flaskaði ekki á því, var bent á kver sem maður ætti að styðjast við þegar farið væri með heimildir. Hvort sem þær væru teknar upp úr bókum, munnlegar eða af netinu. Þetta kver er eina bókin sem ég nota ennþá frá því að ég var háskólanemi. Því að ég á það til í skýrsluskrifum og fleira, jafnvel emailum sem varða starf mitt, að geta samviskusamlega þeirra heimilda sem ég vitna í. Núna sé ég reyndar mikið eftir því að hafa ekki farið í stjórnmálafræði. Ég hefði eflaust komist vel frá henni. Getað bara skrifaða eins og á þessi bloggi, það sem mér býr í brjósti án þess að geta hvaðan ég hefði skoðanir mínar og Hannes hefði ekkert getað gert. Búinn að róa í sama hlandpolli fúskunnar og ég.
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
He he...þeir eru víða fúskararnir.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2008 kl. 19:47
*hneyksl* *andköf* ahh Man. United.....þá er þetta í lagi
Svo lengi sem þetta var ekki eitthvað merkilegt lið...
Skaz, 3.4.2008 kl. 22:07
Teddy Sheringham var alltíeinu höfundur margra merkra ritgerða um stjórnun. Hvað er betra en það?
Kreppumaður, 4.4.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.