Svona gengur það!

Ég er ekki dauður.  Ég veit ekki hvort það eru góðar fréttir eða slæmar.  En fréttir eru það.  Kveikti á símanum sem ég slökkti á í gærkvöldi og gleymdi að hringja.  Mamma og ritstjórinn minn og ein vinkona höfðu hringt.  Oft.  Gott að vita að einhverjir hafa áhyggjur af mér ef ég svara ekki í þetta tól?  Kom heim og fékk mér tvö glös af rauðvíni með matnum og sofnaði yfir imbanum.  Vei.  Ekki mikið skapandi að gerast hérna.  Laug að ritstjóranum mínum að ég væri hörkuduglegur að skrifa.  Ég er það.  Bara ekki það sem ég á að vera að skrifa.  En svona gengur það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband