Og nokkur orð um stutta barferð

Fór út í gær að hitta vin minn en þar sem ég svaf aðeins yfir mig var hann kominn með kvennmann upp á arminn eþgar ég loksins mætti upp úr miðnætti og þessi kvennmaður þar að auki búin að hella yfir hann úr könnu af vatni.  Hann stóð á miðju gólfinu blautur eins og hann væri að koma úr sturtu.  Mér fannst mér ofaukið en sem betur fer rakst ég á bvinkonu mína sem er eiginlega sameiginlegur vinur minn og fyrrverandi konu minnar.  Og bjargaði hún mér því frá einsemd minni og vatnsblautum gaur í furðulegu tilhugalífi.  Ég fór eitthvað að rekja raunir mínar í mínum uppfokkuðu kvennamálum.  Hún sagði að ég ætti ekki að hugsa of mikið, ég ætti að fara og hringja í þessa stelpu og hætta að hafa alltaf áhyggjur af einhverju sem kannski aldrei yrði.  Ég fór reyndar ekki og hringdi, heldur keypti mér pizzu og settist fyrir framan sjónvarpið.  En ég held að hún hafi haft rétt fyrir sér.  Ég er alltaf með of miklar áhyggjur fyrirfram.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband