Annarra bömmer

Á laugaveginum áðan slagaði næstum í fangið á mér kona sem ég er búinn að kannast við lengi.  Hún var með glóðarauga og svo drukkinn að hún stóð varla í lappirnar.  Þekkti mig ekki strax og þegar hún þekkti mig þá kallaði hún mig nafni bróður míns.  ég gat ekkert fyrir hana gert nema að gefa henni sígarettu og brosa eins hlýlega og maður eins og ég er fær um.  Svo horfði ég á eftir henni, skakklappast með dót í tveimur brúnum bréfpokum.  Að hitta þessa að ég held jafnöldru mína sló mig aðeins út af laginu.  Þegar ég sé fólk sem ég kannast við og hefur ekki gætt sín og orðið undir á einhvern hátt, verð ég alltaf pínu leiður.  Sérstaklega þegar það er fólk sem hafði alla burði til þess að verða hvað sem er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sorglegt. Mætti einu sinni einum sem ég þekkti við álíka aðstæður, mörg ár síðan og ég veit ekki hvernig fyrir honum er statt í dag en mikið fannst mér þetta leitt, sorglegt.

Ragga (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Kreppumaður

Þessi stelpa á tvö börn og var lengi viðloðandi störf í fjölmiðlum en síðan í sumar hef ég stundum rekist á hana ógæfulega drukkna á börunum og alltaf verri og verri.  Það er bara eins og sumt fólk sjái ekki eða geti ekki stöðvað sig og fari yfir þessi mörk sem við flest látum vera að fara yfir.

Kreppumaður, 5.4.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Mjög sorglegt þegar fólk missir jafnvægið. 

Vonandi finnur hún leiðina heim.

Lilja Kjerúlf, 5.4.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Kreppumaður

Hún var að slaga laugavegin í dag.  En svona fólk endar sjaldnast heimahjá sér.   Alla veganna ekki strax.

Kreppumaður, 5.4.2008 kl. 23:25

5 identicon

Vonandi barnanna hennar vegna ratar hún heim.

Ragga (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Kreppumaður

Erfitt að spyrja mig.  En vonum það!

Kreppumaður, 5.4.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband