Óvæntur fundur

Á leiðinni heim rakst ég á son minn á Laugarveginum.  Nú var ég heppinn sagði hann, ég ætlaði einmitt að fara að kaupa mér tölvuleik og nú er ég meira að segja búinn að finna einhvern til þess að borga hann.  Ég hló og samþykkti að borga leikinn ef hann yrði ekki allan daginn að velja hann.  Nei, hann vissi hvað hann var að fara að kaupa.  Við fórum í skífuna.  Ég stillti mig um að kaupa mér diska en borgaði þess í stað fyrir drenginn.  Urðum þess í stað samferða áleiðis.  Hann talaði út í eitt.  Ég nennti ekki að svara nema með jái eða neii, hafði of gaman af því hvað drengurinn var í góðu skapi.  Held að margir séu eflaust að missa sig yfir því að snjórinn er farinn.  Nema að það skipti ekki máli hvaða dagur er þegar maður er að verða fjórtán ára að springa úr hormónum og alveg að fara að fermast?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband