Að skipta um starf

Mig klæjar í fingurna um að skipta um starf og helst starfsvettvang.  Eftir næstum 16 ára starf með fólki og hin síðari ár, yfirleitt mjög erfiðu fólki, er ég orðinn frekar leiður á þessu.  Og sé ekki að ég muni breyta heiminum eða lífi fólks neitt, sama þótt að ég ólmist eins og naut í flagi.  Það eina sem veldur því að ég er ekki að sækja um störf, vilt og galið, er að ég kann bara það sem ég er að gera.  Og ég get ekki séð að það sé mikið verið að leita eftir fólki með mína menntun eða starfsreynslu?  Nema ég vilji fara að skúra?  En lifir maður á því?  Æji ætli ég sé ekki dæmdur til þess að eyða þessu 31 ári sem er eftir áður en ég fer á eftirlaun í sama pex og alla daga?  Það er ekki beint uppörvandi tilhugsun? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Leiður á fólki? Asnasveinn á Krít. Hvernig sándar það?

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Kreppumaður

Þá mundi ég eignast vini við hæfi.

Kreppumaður, 7.4.2008 kl. 20:02

3 identicon

Eignast vini sagði hann ?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Kreppumaður

Held að okkur ösnunum kæmi mjög vel saman.

Kreppumaður, 7.4.2008 kl. 20:14

5 identicon

Gæti verið, held allavega að það væri ákveðin ró yfir því! Já... ég er á því, það er fínt vera asni !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Kreppumaður

Hvar ætli ég fái svona smalaprik til þess að æfa mig með áður en ég fer?

Kreppumaður, 7.4.2008 kl. 20:29

7 identicon

Veit ekki, en kannski hægt að fá svona montprik í betri herraverslunum. Gæti virkað, hvað heldurðu?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Kreppumaður

Held að það sé of fágað prik á asnaafturenda.

Kreppumaður, 7.4.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ef þú reynir að nota prik á þá sparka þeir í þig við tækifæri.

gerður rósa gunnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:59

10 Smámynd: Kreppumaður

Þetta lítur út fyrir að vera starf fyrir þrjóska menn sem læra aldrei af mistökunum.

Kreppumaður, 9.4.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband