Nýr lífstíll?

Tók þá ákvörðun að fara að hugsa betur um mig fyrst það er komið vor.  Fara að skokka aftur og synda og borða meira grænmeti á kostnað kjöts.  Ekki það að ég sé eitthvað með áhyggjur af því að vera að fitna, alltaf grannur eins og ljósastaur, heldur þarf ég að styrkja mig og fara að borða þannig að mér líði betur.  Ætti líka að íhuga að fara að leggja sígarettunum enn og aftur.  Alla veganna að reyna það.  Jafnvel þótt að það kosti pásur frá skemmtunum á meðan verstu fráhvörfin eru að ganga yfir.  Og fyrst ég er að hugsa um að taka mér pásu frá tóbaki, þá ætti ég jafnvel líka að prófa að minka kaffiþambið?  Áa alltaf nokkra pakka af tei þótt að ég sé latur við að drekka það.  En best að byrja á einu í einu.  Skokk á morgunn eftir vinnu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spes, ég hefði næstum getað skrifa þetta sjálf. Eiginlega meira krípí heldur en spes.

Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Kreppumaður

Held að það sé vorkoman sem fær mann til þess að vilja vera meira helþí en baugóttur og timbraður...?

Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 19:11

3 identicon

Það hefur pottþétt áhrif, maður verður svo fjári hress með hækkandi sólu.

Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Kreppumaður

Nánast manískur, gekk upp í Fossvog eftir vinnu og þaðan heim, alveg niður að miðju Reykjavíkur, það er smá rúntur bara til þess að drekka einn kaffibolla með mömmu.

Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 19:22

5 identicon

Góður, lýst á þig! Stuðningur héðan, mun hvetja þig til dáða!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Kreppumaður

Sko, hef yfirleitt breytt um lífstíl á vorin og farið að hugsa aðeins betur um mig á kostnað óreglu og vesælddóms.  Enda möguleikar á fjölbreyttari skemmtun um leið og snjóa leysir og maður getur verið úti án þess að vera dúðaður í ísbjarnarfeld.

Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband