8.4.2008 | 20:07
Er ég ennþá á lífi?
Ég sakna þess dálítið að þurfa ekki að berja saman langri ritgerð með helst tuttugublaðsíðna viðauka eða fara í löng og ströng próf. Þótt að þannig hlutir séu taugatrekjandi og hundleiðinlegir á meðan á þeim stendur, þá myndast nú oft ágæt stemming í svona firringu. Símtöl frá örvæntingarfullum félögum um miðja nótt, taugaáfall yfir glötuðum heimildum og svo andvökur með kaffiþambi þegar svona tossar eins og ég reyna að frumlesa sig í gegnum þúsund blaðsíður á tæpum sólahring. Mér fannst það alltaf meiri vorboði en lóan eða kríur. Ég held að ég sé örlítill spennufíkill í mér enda finnst mér ég altlaf vera voðalega mikið á lífi þegar svona stress stendur yfir. Núna er ég svo rólegur að ég þarf að stinga mig með gaffal í handabakið til þess að tékka á því hvort ég sé ennþá á lífi.
Athugasemdir
Ég sakna engis svona, ótrúlega ánægð að vera búin með mína fræðikúrsa í bili og geta bara leikið mér með liti.
Hinsvegar finnst mér vorið vera komið um leið og bróðir minn snoðar sig, hann gerði það um helgina.
Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:22
Ég sakna dálítið svona þrældóms, kannski af því að hann er ekki til staðar.
Ég snoðaði mig alltaf á vorin frá 1990-1994 og svo aftur 2003 en þá var mér bannað það og hef ekki lagt í það eftir það.
Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 20:34
Mér finnst það alltaf pínu skondið að skallinn á bróður mínum sé vorboði.
En minn þrældómur er án lesturs, ég teikna og mála í miklum skorpum, núna teikna ég eins og manísk.
Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:49
En er ekki líka bara mánuður eftir af önninni?
Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 20:53
Maður vill það sem maður hefur ekki ! Ef ég væri að vinna núna þá myndi ég vilja vera að fara í próf..en þegar maður er að fara í próf þá hugsar maður - æji afhverju er maður ekki bara að vinna..en það er nú samt eitthvað við þessa speed up prófaklikkun sem er sjarmerandi....
Njóttu bara lífsins.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 8.4.2008 kl. 21:07
Jú, er bara út apríl... og ég er ekki að teikna fyrir kúrs í skólanum, í skólanum spælii ég egg!
Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:11
Njóta lífsins og spæla egg...
Búinn að gleyma því að ég hef fermingu til að kvíða. Veislu með fullt af fólki sem ég þarf að umgangast. Best að ég látið það dæmi halda fyrir mér vöku?
Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 21:52
Mínir drengir eru óskírðir, ef þeir vilja ferma sig þegar að þeir ná aldri geta þeir séð um þessa vitleysu sjáfir, en það er vissulega eitthvað til að missa svefn yfir, sko þú ert á lífi!
Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:58
Sonur minn er alinn upp í kaþólsku en fermist borgaralega. Ég er ekki að missa mig neitt, barnsmóðir mín og mamma tóku af mér öll ráð fyrir mánuði. Það eina sem ég gerði var að fara með drengnum og velja á hann jakkaföt, skyrtu og bindi. Mér var þó treyst til þess.
Kreppumaður, 8.4.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.