8.4.2008 | 22:17
Ég er að deyja... úr leiðindum!
Ég er alveg ofboðslega andlaus í kvöld. Nenni ekki að skrifa, dettur ekkert í hug til þess að blogga um, svara ekki emailum því að ég nenni ekki að taka undir skoðanir vina minna, eiri mér ekki við lestur. Tók mig til og bar á og pússaði alla skó. Fannst það mikið afrek. Setti allan rauðleitan þvott í vél og setti með honum eina hvíta tusku. Bara til þess að sjá hvort að eitthvað af þessum skyrtum liti ennþá út frá sér. Kannski get ég flokkað þetta undir vísindastörf? Viðraði sængurnar. Og meðan ég stóð úti á svölum fór ég að hafa áhyggjur af aulunum á hæðinni fyrir neðan mig. Partýið sem stóð yfir í allan mars virðist vera lokið í bili. Varð lítið var við þá um helgina og hef ekki heyrt negratakt í nokkra daga. Get ekki sagt að ég sakni þess en mig rámar að hafa lesið í einhverju dagblaði að 7 mjög drukknir menn af erlendum uppruna hafi verið handteknir um helgina og ekki vilja gefa upp nafn og númer og sitji því í grjótinu enn. Kannski það hafi dregið úr djamminu á neðrihæðinni?
Og núna get ég ekkert fundið mér til dundurs og mér leiðist allt í einu. Ég er gjörsamlega óvanur því að láta mér leiðast, mér dettur yfirleitt alltaf eitthvað í hug til þess að drepa tímann. En núna - ekki neitt? Ætli ég forheimskist með vorinu? Verð ég orðinn að slefandi aumingja í júní? Ef ég væri ekki búinn að strengja þess heit að fara að lifa örlítið heilbrigðara lífi, mundi ég stökkva á barinn og hella í mig bjór. Læt mér þess í stað nægja grænt te. Mundi horfa á dvd en ég er enn ekki búinn að fá myndirnar sem ég pantaði fyrir svo löngu síðan og sjónvarp... Æji, ég er eiginlega alveg búinn að gefast upp á því nema stundum fréttum á meðan ég borða. Kannski að í kvöld sé rétti tíminn til þess að byrja að skrappa?
Athugasemdir
Það er aldrei rétti tíminn til að byrja að skrappa.
Ragga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:15
Ég er alveg sammála því.
Kreppumaður, 9.4.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.