10.4.2008 | 15:28
Saga mannkyns endar hér!
Í mínu tilfelli held ég að það séu ekki andlitin (en auðvitað verða stúlkur að vera snoppufríðar) heldur nöfnin. Öll mín langtímasambönd hafa verið við stúlkur með fimm stafa nöfn. Og tvær þeirra höfðu meira að segja millinafn sem var líka fimmstafa. Þannig að ef ég og segjum til dæmis Hrafnhildur værum síðasta fólk í heiminum, þá mundi ég setjast á stein grafa upp viskíflösku og fá mér sopa og segja biturlega: saga mannkyns endar hér! En ef stúlkan mundi heita Eyrún, væri ennþá von á því að við mundum finna einhvern aldingarð og tímgast eins og rottur.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er með mig og stúlkur með stutt nöfn? Hvort að þetta sé vegna þess að skammtíma minnið mitt sé orðið svona lélegt að ég treysti mér ekki til þess að muna nöfn sem erum með mörgum atkvæðum í? Eða er þetta bara ein af þessum skemmtilegu tilviljunum í þessum heimi? Ég held ekki? En þessar upplýsingar ættu að veita stúlkum með löng nöfn öryggistilfinningu, þær verða aldrei ónáðar af mér.
![]() |
Andlitið ákvarðar samböndin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er seif, en ég var það svo sem fyrir!
Ragga (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:28
Getur þakkað þeim sem völdu á þig nafn að ég er ekki að hringsóla í kringum þig eins og hungraður úlfur!
Kreppumaður, 10.4.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.