Enn ein höfnunin

Hringdi í son minn og spurði hvort að hann hefði áhuga á því að fara í bíó í kvöld?  Nei, ég er upptekinn við annað!  Hvað, sagði ég, getur verið merkilegra en bíóferð með föður þínum?  Vinir mínir tildæmis, var svarið?  Þér verður ekki boðið í bíó aftur á þessum áratug hótaði ég!  Skiptir ekki máli, svaraði hann, ég fékk útborgað um mánaðarmótin og get farið í bíó þegar ég vill!  Óþolandi sjálfstæði hugsaði ég með mér en við sammæltumst um að fá okkur pizzu og horfa á fótbolta á morgunn.  Ég verð bara að sætta mig við það að vera ekki skemmtilegri kostur á föstudagskvöldi en þetta.  Ætla að athuga hvort að myndirnar mínar séu komnar ef ekki þá ætla ég að borða úti og fara svo tiltölulega snemma undir sæng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband