No more affairs

Ég lagði mig einu sinni fram um það að læra að dansa eins og sýnt er í meðfylgjandi myndbandi.  Einmitt í gömlum danssal sem var skreyttur með gylltri málningu og dempuðum ljósum í kristalsljósakrónum.

Sum kvöld var ég mjög góður, önnur stirður.  Held að örvænting og þrá geri mann að góðum dansara...

Og ég hef sungið með sjálfum mér eitthvað í líkingu við:  If I tremble in your armes/If I sigh through your hair... 

Og ég hef verið svo mikill elskhugi að ég hef gert lítið úr gönguferð Þórbergs þvert yfir landið til fundar við elskuna sína er ég hef hlaupið í gegnum fjandsamlegan bæinn bara til þess að falla að fótum tálsýnar eins og hann...

Og fyrir mörgum árum stóð ég á svölum eina vornótt og svalirnar náðu yfir framhlið hús við Hverfisgötu og þaðan mátti sjá fólk streyma frá börunum á Klapparstígnum og heyra bjórflöskur brotna og sírenurnar í sumarnóttinni og hlátranna en við heyrðum það ekki, þar sem við héldum utan um hvort annað og hreyfðum okkur hægt í hringi og það byrjaði að rigna.

Og ég hef setið mörg kvöld eins og þetta í kvöld og margar langar nætur og hugsaðu um liðna dansa, um fornar ástir og hversu oft:  but we caught the other/climbed into bed whit all our previous lovers...

Og tíminn líður.  En ég kann ennþá grunnsporinn í tangó.  Og ég kann ennþá að njóta þess að finna ilm af hári þétt upp við vanga minn.  Og þetta lag og þetta myndband minnir mig á það sem er liðið en líka á það sem er ókomið og verður.  Því að þótt að ég hafi lofað sjálfu mér því að flækja mig ekki í neitt sem ég ræð ekki við næstu vikur og mánuði, þá veit ég að það er eins með að dansa tangó og að elska.  Hafi maður lært það einu sinni, rifjast það upp við rétt tækifæri aftur.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Á giskuðum tíma fór ég vel með gler og sírenur á svipuðum slóðum. Vona að þú hafir ekkert yfir mér og mínum að kvarta frá þessum tíma. En tangóinn. Tökum hann síðar.

Bergur Thorberg, 11.4.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Kreppumaður

Efast um að ég hafi kvartað mikið þá.  Sat þá stundum á gamla kaffi lizt og heyrði kallað frá svölunum að það væri kominn matur.  Tangóinn lærði ég tíu árum síðar.

Kreppumaður, 11.4.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband