12.4.2008 | 19:09
Tíðindarleysi
Drengurinn kom fimm og vildi borða snemma. ég lét hann skera niður allt hráefnið á meðan ég yfirheyrði hann um skólann. Svo eldaði ég pottrétt og hitaði brauð. Hann spurði hvað ég ætlaði að gera í kvöld? Ekkert svaraði ég. Hann ákvað þá að vera áfram og horfa á einhverjar bíómyndir. Mér finnst þægilegt að hafa hann þótt að hann sé horfinn inn í heim sem ég tek ekki þátt í: horfa á dvd, lesa og senda og svara smsum, allt í einu. Ætli ég væri svona fjölhæfur ef ég væri á fjórtánda ári í dag?
Bróðir minn hringdi á meðan ég var að elda. Sagði mér að hljómsveitin sem hann er í stæði tilboða útgáfusamningur í Bandaríkjunum. Ég sagði að það skipti ekki máli hversu ómerkileg hljómsveitin væri, ef hún væri frá Íslandi, mundi hún meika það úti. Hann sagði að meik væri nú lagt undan. Spurði mig síðan hvort ég hefði farið á gjörningana í Samhjálp. Ég sagðist ekki hafa haft áhuga. Gjörningar væru eitthvað sem ég skildi illa. Við ákváðum að borða saman eftir vinnu einhvern tíman í vikunni.
Ég er að spá hvort á eigi að setjast við hlið sonar míns í sófanum og láta skerminn mata mig eða halda áfram að lesa? Það er eitthvað slen yfir mér? Ég nenni engu. það er ekki oft sem ég er svona ótrúlega andlaus og latur. En það er samt eflaust gott inn á milli?
Athugasemdir
Sama ástandið hérna megin. Nenni engu. Vitleysa.
SMS kynslóðin er æðisleg.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:28
Alveg. Held að hann hafi verið að lýsa fyrir vinum sínum hvað væri að gerast í myndinni sem hann var að horfa á, svö ört fóru skilaboðin á milli!
Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 21:39
haha snilld - já miklu meira hipp og kúl að senda sms en að hringjast á milli ;) Man hvað það var gaman að fá sms frá sætum strákum þegar ég fékk fyrst gsm. Þá var ég akkúrat 14 ára eða amk í 9 bekk í grunnskóla. Núna nenni ég varla að líta á símann - engir sætir strákar lengur- í mesta lagi sms frá mömmu. Hehe
Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:50
Hehehe...
Svipað hérna. Bara mamma að tékka á því hvort ég dragi andann og svo gamlir bitrir fráskildir vinir sem vantar öxl til þess að gráta uppvið á barnum. Enda fer símakostnaðurinn alltaf lækkandi. Sem betur fer kannski?
Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 21:55
Haha já segðu, þegar fólk hættir í samböndum þá er maður allt í einu orðinn skemmtilegur aftur. Eftir jafnvel margra ára diss frá þeim. En einhvernveginn er það nú þannig hluti fyrirgefur maður að sjálfsögðu vinum sínum því maður er svo feginn að fá þá aðeins til baka þó ekki sé nema í skamma stund ;) Tja það er að sjálfsögðu gott að spara smá á blaðrinu en minn símareikningur virðist samt ekki minnka - en það er kannski bara af því ég er kvk?
Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:10
Konur eru með stærra tengslanet og virkara en strákar. Og strákar þurfa ekki á hvor öðrum að halda virkadaga nema að það sér leikur í meistaradeildinni. Og strákar slíta frekar á vinasambönd eða leggja þau í dvala en stelpur ef þeir fara í alvarleg sambönd. Eiga það jafnvel til að hverfa svo árum skiptir en einmitt - hringja svo allt í einu og segja: hún henti mér út, hvað á að gera í kvöld? Og svo er það ekkert rætt. En eflaust hafa vinkonur stúlkunnar sem henti manninum út, vitað hvað tilstóð í margar vikur - tengslanet og háir símreikningar!
Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 22:15
Haha þú hefur frábæra innsýn á konur verð ég að segja. Þetta er svo rétt og gæti átt þátt í því að karlmenn eru líklegri til að fá hjartaáföll og fremja sjálfsvíg þar sem að þeir eru oft að dröglast með allskonar vandamál og byrgja hlutina meir inni heldur en konur sem eru fljótar að ,,ræða,, hvaðeina sem er í gangi við vinkonur sínar. Oft finnst mér skemmtilegra að vera innan um karlmenn - þeir eru minni dramatíkusar. Það er nú bara þannig að inn við beinið eruði alveg ok,
svona þegar fjárans fótboltinn er ekki í sjónvarpinu á ég við ;)
Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:39
Ætli ég hafi ekki bara tekið svona vel eftir þegar mínar fyrrverandi voru í símanum að plotta með vinkonum sínum hvernig þær ættu að losa sig við einhverja slúberta. En svo hafa mínar fyrrverandi eflaust notað vinnusímann þegar plottað var gegn mér. Konur eru alltaf að plotta. Enda nenni ég aldrei að ræða svoleiðis hluti við þessar tvær, þrjár vinkonur sem ég á eftir. Vil alls ekki vera ábyrgur fyrir því að einhver karlgarmurinn komi heim og sjái fötin sín á víð og dreif úti í garði. Þess vegna höfum við karlmenn fótbolta. Það kemur í veg fyrir það að við séum að tjá okkur um einhverja hluti sem skipta máli. Við sitjum og þegjum og dáumst að einhverju sem er að gerast í órafjarlægð. svo förum við heim, fullvissir um að eiga ekki betri vini!
Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.