Samskipti

Drengurinn farinn en kemur aftur á morgunn ef hann verður þá ekki vélaður af einhverjum vinum sínum til þess að sitja og hlusta á þunglyndislega tónlist og andvarpa yfir því að engar stelpur vilji þá þótt að þeir séu í níðþröngum gallabuxum og bolum með mynd af Megasi framan á.  Er svolítið að endurupplifa eigin táningakrísu í gegnum erfingjann og hef mjög gaman af.  Sérstaklega þegar hann spurði mig áður en hann fór hvenær ég hefði fyrst orðið skotinn í stelpu?  Ekki fyrr en ég hitti mömmu þína laug ég!  Þú lýgur því, þú varst orðinn tuttugu ára, það getur ekki verið!  Humm, tuldraði ég, kannski í einni þegar ég var átján ára?  Drengurinn hló.  Held að minnið sé farið að gefa sig pápi gamli (það kallar hann mig þegar hann vill vera fyndinn) þú hlýtur að hafa verið skotinn ís telpu fyrr?  Ég hugsaði mig um og fattaði það að ég var ekkert að ljúga að drengnum?  Stundum þótti mér stelpur sætar fram að tvítugu en ég fékk aldrei neina þeirra á heilan.  Engin þeirra rændi mig svefni og matarlyst.  Og ekki einu sinni móðir hans.  Það var ekki fyrr en ég var orðinn  ,,fullorðinn" að konum tókst að fokka eitthvað upp í hausnum á mér.  Og ég reyndi að sannfæra drenginn um það að ég hefði verið seinn til kvenna.  Og hans varaði ég ætla ekki að gifta mig fyrr en eftir þrítugt, þangað til ætla ég bara að búa hjá þér!  Mér svelgdist á.  Og sagði honum að svona hótanir liði ég ekki.  Ég mundi kaupa handa honum konu úr katalóg ef hann yrði ekki farinn að heiman að sjálfsdáðum 22 ára.  Svo skottaðist hann upp í þingholtin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já þessi mál virðast nú ekkert verða neitt auðveldari með aldrinum hjá flestum. Hjá unglingum er þetta venjulega svo lítið og saklaust. Stundum væri fínt að það gæti bara verið þannig áfram. En hins vegar er gaman að eldast og þroskast og sum vandamál eru bara hluti af þeirri skemmtun. En ég er samt alveg sammála drengnum, ég sé enga þörf til að giftast fyrr en á fertugs aldrinum í fyrsta lagi..  þó svo að ég myndi nú kannski ekki flytjast inn til föðurhúsa on my way there.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Kreppumaður

Drengurinn heldur að það verði svo ,,gaman" að búa með mér sem lengst.  Að lífið muni bara snúast um fótbolta og tónlist.  En ég held að það renni upp fyrir honum fljótt að svo yrði ekki. 

Ég held að fólk eigi að giftast ungt.  Ef það ætlar að vera gift.  Þegar það er komið á fertugs aldurinn er það með svo mikið í farteskinu sem kann að trufla.  Það er ömurlegt að vera í hjónabandi með maka sínum og svo hans fyrrverandi og þeim sem maður sjálfur jafnvel dregur með sér.  Margra manna sambönd kunna ekki góðri lukku að stýra. 

Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Það er alveg rétt. En svona virðist annað hvert samband vera í dag. Enginn maður með mönnum nema hann eigi nokkrar fyrrverandi og börn hér og þar í bænum. En samt finnst mér giftingar hjá ungu fólki eiginleoga óþarfi - en það er kannski bara af því ég hef svo litla trú á hugtakinu sjálfu? Maður verður víst að taka alla sína bagga með í sambönd hvort sem að maður er 20 eða 40 - þó svo að baggarnir stækki kannski með árunum þá stækkar samt líklega viljinn og getan til að vinna úr þeim myndi maður ætla?

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Kreppumaður

Sko, ég er ekki beint rétti maðurinn til þess að tala um bagga og vilja til þess að takast á við hlutina.  En þrátt fyrir ýmiskonar öldugang í ástarmálum, þá efast ég ekki um það að ef fólk ætlar sér að vera saman, þá mun því takast það.  En það er svo margt breitt frá því að til dæmis foreldrar mínir voru að giftast fyrir 35 árum.  Meiri hraði, meiri af tækifærum, frami einstaklinga skiptir meira máli og vegur oft þyngra en ást.  Því að það er svo auðvelt að skilja við eitthvað sem virkar ekki og byrja bara upp á nýtt með einhverjum öðrum.  Enda er oft talað um raðsambandasambúðarform í dag.

Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já í dag fórnar fólk sjaldnast mikið af framahlutum fyrir sjálfan sig fyrir einhverja ást. Enda sagði ég við eina vinkonu mína: Farðu bara til útlanda og gerðu það sem þig langar, þú veist kossemer ekki hvort að þetta samband endist lengur en til morguns og þá sérðu bara eftir því. Miðað við hvað maður hefur séð mörg löng sambönd fara í hundana - þá er ekki skrýtið að trú manns á endingu fyrirbærisins fari dvínandi...Raðsambandasambúðarform. Já. En svo er það alltaf eitt og eitt samband sem maður hefur séð endast vel og lengi og þá hlýnar manni auðvitað um hjartarætur að vita að það sé enn til.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Kreppumaður

Framinn gerir það að verkum a þú þarft ekki á maka að halda til þess að vera efnahagslegtbandalag.  Þú ert kannski aðeins blankari en þá býrðu bara í minni íbúð enda einn/ein.  Eða neitar þér um eitthvað smáræði.  En ég held reyndar að,,sambandskreppur" séu meiri hjá þeim sem hafa menntun en hinum.  Þeir sem hafa menntun hafa um meiri afþreyingu að velja, vinna oft þannig vinnu að það er meira um fjölbreyttari félagsskap, meira um sósíaldrykki... Eða bara að vinnan verður þessu fólki félagsskapur.  Eða þá að það er í of mikilli naflaskoðun og aldrei ánægt með það sem það hefur?

Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Heyrðu þetta er góð pæling sem ég gæti alveg trúað að eigi sér sannleikskorn. Maður hefur séð það gerast af sumir sem fara aldrei úr sveitinni sinni og hafa engann áhuga á að mennta sig neitt þeir virðast fúnkera mun betur í sambandi. Það er meira vesin á þeim sem vesinast meira á framabrautinni. Enda vita það allir að makalausar skemmtunir á stórum vinnustöðum eru ekki að gera góða hluti fyrir sambandið heima fyrir. Þegar í glas er komið losna jú allar hömlur sem eru til staðar svona yfir vinnuvikuna.. Félagsskapur og naflaskoðun myndi ég halda- meiri tækifæri til staðar og þar af leiðindi auðveldara að lenda í vesini.

Held samt stundum að ást sé einfaldlega bara hentugleika-bandalag.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:10

8 Smámynd: Kreppumaður

Ég hef nú aldrei verið hræddur við makalauspartý eða utanlandsferðir sem farnar eru á vegum framans.  En þegar sambandið er kannski í ógöngum, þá getur fólk farið að sjá vinnufélagana í nýju ljósi.  Eða farið að pæla: hvað er ég að hanga með þessum slöttólfi, Magnús er bara sætur?  Eða eitthvað í þá veruna.  En svona án þess að gera vísindalega könnun þá leyfi ég mér að fullyrða að í mínum vina og kunningja hóp og sérstaklega ef ég horfi á krakkana sem voru með mér í grunnskóla, framhaldskóla og frétti enn eitthvað af, þá er samband milli menntunarleysis og langlífi sambanda.  Og það setur vissulega að manni ugg ef það er rétt?  Fórnum við þá öryggi fyrir frama?  Og hversu mikils virði er framinn? 

Kannski ætti ég að taka því að skipta á forstöðumennsku fyrir hamar og sög?

Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 23:19

9 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Það hafa allir val um að vera lausir eða hið öfuga en samt eru framhjáhöld þetta algeng. Að sjálfsögðu verður fólk að treysta sínum maka á vinnustaðadjömmum en eitt veit ég frá nokkuð öruggum heimildum að bæði Læknar (við hjúkkur) og Flugmenn (við flugfreyjur) er áhættuþáttur fyrir framhjáhöld. Þetta eru jú einmitt þær stéttir sem krefjast mikillar menntunar og vinnu - svo kenningin okkar stenst kannski bara ? Þegar ég hugsa til baka þá sé ég sama sambandið þarna á milli hjá mínu fólki. Þetta er virkilega ógnvekjandi að öryggið geti liðið skort - en eitt myndi ég samt aldrei gera og það er fórna menntun fyrir hvað annað í heiminum - ekki einu sinni ást. Framinn er sossum kannski meira missanlegur, en þar sem pointið með menntun er nú frami þá er erfitt að láta hann eiga sig - ekki satt?

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Kreppumaður

Hjúkkur-læknar, flugmenn-flugfreyjur...  Held reyndar að það sé smá kofaæði í gangi hjá þeim.  Þetta er fólk sem vinnur langar vaktir og mikið saman og oft úr tengslum við umheiminn.  Það er lokað inn á stofnun eða í flugvél/hóteli og það er staðreynd fólk byrjar að girnast það sem það hefur daglega fyrir augunum.  Það er mjög erfitt að girnast manneskju sem maður sér tilviljunarkennt í strætó eða úti í Nóatún.  Og vegna þess að þetta fólk vinnur langar vaktir og er einangrað þá held ég að því hætti meira til þess að fella hugi saman en tildæmis bensínafgreiðslumaður og stúlkan á kassanum (svo ég kyngeri störfin) eða tveir kennarar.  Þótt að það gerist eflaust líka. 

Menntun er ekki endilega frami.  Menntun á að auka víðsýni manns og gera manni kleyft að setja hluti í ákveðið samhengi auk vinnubragðanna margfrægu.  Fullt af menntuðu fólki sem fær ekki vinnu við sitt hæfi.

Kreppumaður, 12.4.2008 kl. 23:42

11 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já það er einmitt frekar algengt út í löndum að fólk sem býr til dæmis í sömu blokk eða hittist mikið út af einhverjum ástæðum það byrjar að vera saman. Það segir sig auðvitað sjálft að maður verður ekki hrifinn af manni sem maður ekki sér ;) En þetta útskýrir einmitt þetta framhjáhaldastúss á þessum stéttum. Manneskja þarf að vera virkilega aðlaðandi til að maður geti girnst hana við fyrstu sýn í strætó - en gaman þegar það gerist. Eins og innan deilda innan háskólans þá sér maður það gerast að fólk höslar mun meira innan sinnar deildar og þá minnkar einnig standartið útlitslega séð. Þetta er bara nándin og tengslin út af því að vera að standa í sameiginlegum hlutum á hverjum degi. Myndir jafnvel ekki taka eftir þessu hösli þínu út á götu eða á djamminu. En undir þessum kringumstæðum verður hann meira áhugaverður.

Nei en einn þáttur menntunar er að öðlast einhvern frama.  En mesti lærdómurinn er sá félagslegi - víkkar sjóndeildarhringinn að mennta sig hvort sem úr því verður einhver frammi eða ekki. En alltaf gott að geta haft möguleika á honum- vilji maður það.  En að sjálfsögðu engin nauðsyn. 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Kreppumaður

Sem betur fer var ekki ein löguleg stúlka með mér í námi.  Maður hefði þurft að vera mjög bjartsýnn til þess að geta kallað einhverja þeirra álitlega.  ég nefnilega held að það sé ekki alltaf gott að fólk innann sömu stéttar veljist saman.  Þá getur það farið að sjá hlutina í sama ljósi.  Hinsvegar held ég að það sé nauðsynlegt að fólk hafi einhverja innsýn í það sem makinn er að gera, því að öll þurfum við stundum að tala um það sem við erum að vinna að!  En Ísland fer að vera eins og útlönd, við förum að deita fólkið í blokkinni, fólkið sem er með okkur í deild eða skrifstofu.  Aukin einangrun mitt í allri samskiptabyltingunni.  Við erum aldrei eins ein og núna, með tölvur, síma, endalausa afþreyingu.  Alvöru samskipti gleymast og við verðum eins og ég og félagar mínir, horfum saman á eitthvað og höldum að það sé það að vera saman.  Það er kannski líka vandamál hjá pörum að samverustundunum er ekki varið í samskipti? 

En sem betur fer er líka til velgert og lukkulegt fólk sem höndlar alla þessa hluti án þess að skilja á tveggja ára fresti eða verða geðveikt!  Verst aðég þekki svo fáa af minni kynslóð sem hafa náð að höndla það?

Kannski ætti að skella aftur á áfengis, tölvu og sjónvarps -banni í svona eitt ár og sjá hvort það mundi ekki kenna okkur að umgangast fólk upp á nýtt?

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Engar lögulegar konur? Hvað lærðir þú eiginlega? Hehe allt morandi af þeim í þessum háskóla. Já við erum algerlega ófær um gömlu samskiptahefðina og ef þetta heldur svona áfram þá deyr hún einfaldlega alveg út. Bara eins og allt annað sem ekki hefur neitt afkomugildi. En já erum við ekki að tala um að skilnaðartíðnin er 50% eða meira? Líkurnar með manni eru ekkert gífurlegar þannig séð að maður ætti kannski bara að sleppa því einfaldlega að standa í þessu yfir höfuð. En já kannski ætti maður að láta fólk innan sinnar stéttar í friði - alveg óþarfi að blanda saman vinnu og einkalífi er það ekki ein gullna reglna líka? En kosturinn er að það skapar grundvöll fyrir allskonar skemmtilegum samræðum um sameiginlegt áhugamál.

Úff það er alltaf ups and downs í öllu....

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:18

14 Smámynd: Kreppumaður

Ég nam hér.  En ég held að þetta hafi verið árin sem ég þrjóskaðist til þess að mæta ekki með gleraugu í tíma og sá því aldrei neitt?  En ég hef haft það fyrir reglu að vera ekki að kúka í minn eigin garð.  Sem þýðir að maður leitar sér ekki maka í sömu deild eða á vinnustað.  Enda hrikalegt ástand sem getur skapast ef það fer út um þúfur.

Einu sinni sigldi samband semég hafði verið mjög lengi í inn í tímabil þar sem við gerðum ekkert nema að horfa á sjónvarpið, læra, vinna og borða.  Og ef við fórum út þá var það til þess að eyða tíma með foreldrum okkar eða systkinum.  Allt mjög svona átakalaust.  Svo komumst við að því einu sinni þegar við vorum tvö ein úti að borða að við höfðum um ekkert að tala nema sjónvarpsþætti og fjölskylduna.  Það var talsvert sjokk fyrir mig því að ég hef alltaf haldið því fram að ég geti talað endalaust um allt og ekkert!  kannski gerist þetta þegar fólk hefur mikið að gera?  Kannski gerist þetta hjá öllum?  En mér finnst að það eigi að vera eitthvað meira í boði en bara sjónvarp og dægurþras?  En ég held reyndar að ég sé fullur af rómantískum og óraunhæfum hugmyndum um lífið og tilveruna og þess vegna fúnkeri ég svona illa. 

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 00:28

15 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ég nenni ekki heldur að eyða tíma í dull sambönd. Frekar vil ég vera ein og nýta tímann í eitthvað skemmtilegra og merkilegra. En ég er líka með ýmsar óraunhæfar hugmyndir eins og fleiri svo ekki er skrýtið að ég hugsi þannig ;) En svona gerist hins vegar í flestum ef ekki öllum samböndum nema unnið sé í þeim - líka hjá þeim málglöðu ;) Sjónvarp er ágætis afþreying upp að vissu marki - að sjálfsögðu verða sambönd og lífið sjálft að snúast um e-ð meira og merkilegra. Það er ekki svo óraunhæft að hugsa þannig - einnig á maður að geta fengið nánast það sem maður vill ef maður bara leggur sig fram til þess..

Annars er bara betra að sleppa þessu.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:43

16 Smámynd: Kreppumaður

Er ekki alltaf verið að innprenta í fólk að eyða minnst klukkustund með fjölskyldunni á dag?  Það sé lausnin á öllum vanda?  Borða saman, tala og hlusta?  Ætli það séu margir sem taka mark á þessu?  Ég hef svo sem haldið fyrirlestra fyrir foreldar um svipaða vitleysu en komið svo heim og þagað. En ég held að það sé ekki tíminn.  Fólk verður að læra að fara sér hægar og njóta litlu hlutanna og augnabliksins.  En ekki bara vera með væntingar.  Til hvers að fara saman í ferðalag ef maður hefur ekkert að deila?

Ég held og burt sé frá mér sjálfum, en byggi þetta á reynslu minni úr starfi, að þegar fólk hættir að taka eftir umhverfi sínu og fer að ganga að öllu sem vísu, þá fari sprungurnar að myndast.  Þessar sprungur sem síðan verða að gjám hjá mörgum fjölskyldum.  Það er yfirleitt alltaf sama munstrið, allir tala en enginn heyrir hvað verið er að segja!

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 00:55

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Wow! hér eru samskipti kynjanna krufin til mergjar!!

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:09

18 Smámynd: Kreppumaður

Og þú víðsfjarri góðu gamni!

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:09

19 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Jú það er alltaf verið að reyna að hjálpa fólki í þessum andlegu meinum sínum með allskonar ráðum sem eiga klárlega að virka - og gera það ef vel eftir farið. Það er bara svo undarlegt að þó maður viti hvað er manni fyrir bestu í svo mörgu í lífinu þá er ekki þar með sagt að maður fari eitthvað eftir því statt og stöðugt. Einhver sjálfspíningarhvöt sem er innbyggð í okkur? Bara eins og að við vitum alveg að það er ekki æskilegt að borða of mikið, drekka og hvað þá reykja - en samt? Einnig að það er ekki beint sniðugt að stunda sum þau samskipti og sambönd sem við gerum? 

Svo þykjumst við vera greindasta dýrið. Úff efast um að apar myndu haga sér svona. 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 01:13

20 Smámynd: Kreppumaður

Það er í eðli fólks að fara ekki gegn sinni bestu vitund.  Að beygja reglurnar sér í vil.  Enda held ég að enginn haldi að það fari illa fyrir honum þegar hann fer gegni betri vitund.  Það heldur aldrei neinn að neitt komi fyrir hann!  Og hversu margar vinkonur eða kunningja konur áttu sem hafa verið með gaurum sem þær voru jafnvel varaðar við að vera með?  En mig minnir að simpasar fari að svipað og menn, eigi í vondum samböndum og séu miklar hópsálir?  En þori þó ekki að fullyrða það, langt síðan ég las eitthvað um þessa frændur okkar.

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:22

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ha?
Skil ekki!

Ef ég hef lært eitthvað þá er það að hlusta ekki á hvað aðrir segja mér að sé best fyrir mig. Á meðan það virkar fyrir mig þá er það mér fyrir bestu. Sambönd, sígarettur eða hvaða "sjálfspíningahvöt" sem er.... ef hún er til þess að það er oftar gaman að vera til en ekki þá er það "my cup of tee"

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:25

22 Smámynd: Kreppumaður

Og þú ert í hópi okkar hamingjusamlega giftu er það ekki Heiða? 

Næst ætla ég að hlusta á mömmu!

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:29

23 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Úff þekki hellings þegar ég hugsa út í það og hef mig sjálfa þar meðtalda. Maður getur verið svo skynamur og klár þegar á reynir og í öðrum aðstæðum er maður bara eins og eitthvað mólíkúl. Iss. En held nú samt að maður læri smá eftir því sem tíminn líður..bara öturhægt og rólega samt vinnst sá lærdómur. Amk er margur maðurinn sem ég myndi ekki detta til hugar að eiga kynni af í dag sem ég hefði eytt púðri í áður. Áður fyrr hélt ég líka að ef maður gerði eða segði eitthvað slæmt færi maður til helvítis en í dag þá er ég bara ekki svo viss með það lengur...


Kannski er bara allt í lagi að haga sér illa? Nei fjárinn.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 01:29

24 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað er að haga sér illa?

Það er misgáfulegt samfélag sem segir þér hvernig "rétt hegðun" virkar... og það breytist reglulega! Á meðan þú nýtur þín í því sem þú gerir og ert ekki að ofbjóða sjálfri þér ertu á réttri leið

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:36

25 Smámynd: Kreppumaður

Held að þjóðfélagið í dag ýti undir að fólk hagi ser illa.  Hver er sjálfum sér næstur og á að grípa það sem hann á skilið!  Og öllum finnst þeir eiga svo mikið skilið fyrir sem minnst.  Frjálshyggjan og dásömun á einkaframtakinu virðist vera það sem koma skal.  Og eflaust líka í einkalífinu?  Hneykslast einhver á manni sem yfirgefur konu og börn fyrir yngri konu?

Ég held að fólk sé meira og minna að troða á öðrum.  Baknagandi bæði í einkalífi og starfi til þess að tryggja sér sinn ,,verðskuldaða" sess.  Kannski erum við að verða jakkafataklædd apahjörð?

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:37

26 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Voðalegt svartnættistal er þetta!!
Að "haga sér illa" er tískubóla..breytilegt eftir tíðaranda. Það var tabú í gær er ok í dag og öfugt!
En manneskjan breytist ekki með... annað hvort "setur" maður sér þessi samfélagsmörk til að "fitta in" eða maður fer eftir eigin hjarta.

SOOOOOOO simple ;)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:41

27 Smámynd: Kreppumaður

Samfélagið hlýtur að ákveða rétta hegðun Heiða. En ég er nú alltaf á leiðinni að finna út hvar það félag er til húsa svo ég geti skráð mig úr því.  Ég man ekki til þess að hafa sótt um inngöngu og vil losna!

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:41

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sko Kreppukall!!

Ef að þú værir að hlýða samfélagslegum reglum... þá værir þú giftur og ættir 2.6 börn, stationbíl og innkeyrslu. Fleygðir þér í sófann eftir kvöldmat og slefaðir í koddann þangað til það væri tími til að drattast upp í rúm.
Ef það væri sá dagur í vikunni sem "kynlíf" væri á dagskrá myndir þú drífa í því í 3-13 mínútur og snúa þér á hina hliðina og fara að hrjóta. Mæta í vinnuna næsta dag og starta prógramminu aftur......

Ertu að því?

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:46

29 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Jakkafataklædd apahjörð lýsir okkur stórkostlega. Svoddans kjánar! En jájá það er allt í lagi að haga sér smá illa stundum svo lengi sem það bitnar ekki stórkostlega mikið á öðrum. Það þurfa ekki allir að haga sér nákvæmlega eins og samfélagið segir til um. Allt að verða morandi í pólitískri rétthugsun allsstaðar að það er ekkert skrýtið að maður verði svoldið ringlaður í högun sinni í þessu líka.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 01:46

30 Smámynd: Kreppumaður

Svartnættistal?  ég er nú ennþá frekar jákvæður og ekki gleyma því að ég hef aldrei sagt eða skrifað annað en ég hafi óbilandi trú á fólki og ást.  Og jafnvel því að það sé hægt að vera hamingjusamur lengur en í einn dag!  Það kalla ég mikla bjartsýni á þessum síðustu og verstu tímum!

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:46

31 Smámynd: Kreppumaður

Held að fólk ætti að hugsa minna um rétthugsun og hvað aðrir eru að hugsa og reyna frekar að finna hvað það sjálft vill og er að pæla, þótt að það kunni að vera djúpt á því.  Enda talsvert síðan ég hætti að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst um mig.  Og það er ákveðin léttir að hætta því.

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:49

32 Smámynd: Kreppumaður

Heiða ég reyndi!  Ég er lukkulega fráskilinn og á 1.2 börn, þetta 0.2 fær hann fyrir góða meðalgreind.  Hef átt stationbíl en náði þó ekki að fylla hann af börnum enda var það aldrei ætlunin.  Og ég hef margoft lýst því yfir að ég vilji ekki vera hluti af þessu samfélagi nema á mínum forsendum.

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:52

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Bjartsýni er að trúa því að maður eigi það skilið að eiga gott líf.... en það eru allir með bullandi samviskubit yfir því að "haga sér illa"
Á meðan maður fylgir eigin hvötum án þess að stíga fast á tærnar á öðrum er lífið eins og það á að vera

Ég næ því eftir ca 9 líf :)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:54

34 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kreppukall... það er meira en léttir!! Það er frelsi til að vera maður sjálfur. Og það er ómetanlegt;)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 01:56

35 Smámynd: Kreppumaður

Og ég ætla að taka það fram að ég er ekki kall! ég er enn strákur!

En meðan maður misbýður ekki góðborgurum og þeim sem búa með manni í húsi þá held ég að það sé í lagi að vera stundum vondur.  Svonan eins og Láki jarðálfur, setja sag í píputóbak, ekkert meira! 

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 01:58

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ég er einmitt allskonar "heiður" sæta, góða, vonda, freka, ljúfa, andstyggilega, blíða, hrokafulla.....osfrv! Og tek mér rétt til að vera þær allar þegar þannig liggur á mér :)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 02:00

37 Smámynd: Kreppumaður

Einmitt.  Ég gæti sagt svipað um mig.  Ég er oft leiðinlegt ólíkindatól en ég held að ég hafi stundum rétt til þess að vera það!  Og fólk á að leyfa sér að sýna á sér fleiri hliðar en bara tvær.  Án þess að afsaka sig.

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 02:05

38 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey! við erum þá sammála!

Gastu ekki sagt það strax :)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 02:09

39 Smámynd: Kreppumaður

Lastu ekkert sem ég skrifaði?  Vorum við einhvern tíman ósammála?

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 02:12

40 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ha? Skrifaðir þú eitthvað? :)

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 02:18

41 Smámynd: Kreppumaður

Ósjálfráð skrift.  Gerist stundum þegar ég er illa sofinn.

Kreppumaður, 13.4.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband