14.4.2008 | 14:31
Samsæriskenning
Vorkvefið komið og ástæðan sennilega skokk í snjókomu i gær. Er að hugsa um að fara snemma heim og undir sæng. Get snýtt mér yfir heimildarmynd um samsæri gyðinga um að leggja undir sig heiminn og hversvegna 4000 gyðingar mættu ekki til vinnu í Tvíburaturnanna 11. september. Ótrúlegt hvað fólk nennir að leggja á sig til þess að búa til samsæriskenningar? Held að kvef sé samsæri þeirra sem stýra efnahagskerfinu til þess að halda stórri prósentu heima. Yfirleitt fólki sem er hvort eða er bara fyrir í vinnunni? Ég ætti kannski að stofna og halda úti heimasíðu um þessa kenningu mína?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.