Burt með Pólverjana... ?

Samkvæmt DV í dag þá er þessi grunaði einstaklingur ekki neinn sunnudagsskólapiltur heldur mafíukall af verstu gerð sem á víst að hafa bútað mann niður með sveðju auk þess að vera grunaður um aðild að öðrum morðum og ofbeldisglæpum í heimalandi sínu.  Þá segir sama heimild að hann hafi um sig 7 manna hóp sem sé vísir að Pólskri mafíu eða útibúi frá einhverri mafíu í Póllandi hér.  Sem betur fer er DV ekki áræðanlegasta heimild í heimi og kunna jafnvel að gera of mikið úr þessum sögum.  En nú vill svo til að á hæðinni fyrir neðan mig búa tveir dansóðir Pólverjar eins og stundum hefur verið minnst á á þessu bloggi.  Og með að því að ég held með mjög svo greiðann aðgang að fíkniefnum (eftirpartý byrjar fimm um nótt og lýkur upp úr fjögur daginn eftir, til þess svo að byrja aftur um sjö) og virðast ekki vinna neitt voðalega mikið.  Þeir fara alla veganna ekki út um leið og ég og oft þegar ég er að koma heim og rekst á þá eða annan þeirra á stigapallinum, eru þeir frekar syfjulegir enda dansandi fram til tvö flesta virka daga.  (Nema þeir sofi við þennan fjandans hávaða).  Og grunar mig þessa pilta að hafa tekjur sínar af því að selja eitthvað sem örvar dansþyrstafætur.  Þessi piltar auk þessa meinta sveðjumorðingja, mannanna sem frömdu húsbrot í Keilufelli, og mannanna tveggja sem vinkona mín sá berja róna í götuna því að hann bað þá um pening (þeir voru jafnvel grunaðir um að vera títtnefndir nágrannar mínir af henni) auka ekki líkurnar á því að Pólverjar setjist hér að án þess að vandræðaseggjastimpillinn festist á þeim.  Hvort sem það sé vegna þess að með öllum þeim fjölda Pólverja sem flutt hefur hingað undan farin misseri, flækist meira af svörtum sauðum en með öðrum útlendingahópum sem hér hafa sest að eða vegna þess að fjölmiðlar eða einstaklingar innann þeirra, leggja meira uppúr því að þjóðgreina Pólverjana en til dæmis Litháa?

Og það sem mér sýnist vera að gerast (án þess að beita til þess vísindalegum rannsóknar aðferðum) er það að óþol gagnvart Pólverjum verður sífellt meira og meira.  Fólk ræðir meira um það hvernig þeir fara hávaðasamir í flokkum niður Laugaveginn, oft með drykki í höndum, að þeir séu ruddalegir og frekir í búðum og á skemmtistöðum.  Að þeir gangi illa um (og hér veit ég upp á mig sökina) haldi vöku fyrir nágrönnum sínum með endalausum partýum, séu svalandi fýsnum sínum á kvenfólki með valdbeitingu og svo frameftir götunum.  OG þetta verður til þess að stór hópur af duglegu og iðnu fólki, sem eflaust hefur aldrei gert flugu mein, verður fyrir barðinu á pirring og óþolinmæði sem með tíð og tíma mun snúast upp í hatur. Og brátt verða slagorð eins og: burt með Pólverjana!  Máluð á veggi hjallann sem þeir leigja á Hverfisgötunni. 

Svo finna þessir ræflar fyrir því að allir líta niður á þá, þeir eru niðurlægðir og hæddir á vinnustöðunum og hvað gera þeir á leiðinni heim með viðkomu í ríkinu?  Skalla í götuna vesælan róna sem biður um bjór, því að þannig tekst þeim að halda sér ekki neðstum í goggunarröðinni, heldur næst neðstum. 

Ég ætla ekki að trúa því að meirihluti Pólverja á Íslandi séu eins og nágrannar mínir og sveðju morðinginn.  Ég held frekar að óábyrgur fréttaflutningu sé að ýta undir almenna fyrirlitningu og hatur á Pólverjum hér á landi.  Ég tel mig hafa rétt á því að vera reiður og pirraður á kvöldin og um helgar út í helvítisfíflin á neðrihæðinni en ég læt það ekki lita skoðanir mína rá nokkur þúsund öðrum Pólverjum.  Og ef þessir gaura á hæðinni fyrir neðan væru Íslendingar, þá mundi ég eflaust standa í meira stríði við þá og fyrirlíta þá enn meira.  Það er svo erfitt að vera mjög reiður út í menn með fljótandi augu sem yppa öxlum og stynja upp þvoglumæltir: ædonttalkverígúdenglís! 


mbl.is Pólverjar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Ég ætla reyndar að vera sammála því að það eru brotalamir í kerfinu að það sé ekki hægt að framselja eða handtaka eftirlýsta morðingja hér á landi nema að það komi til þess beiðni frá heimalandi hans. 

En mér þykir það merkilegt að Pólverjar séu farnir að skammast sín fyrir uppruna sinn hérlendis?  Sýnir það ekki bara að mestmegnis er þetta ágætt og sómakært fólk?  Svona eins og maður skammast sín þegar maður fréttir að drukknir Íslendingar hafi verið að heilsa með nasistakveðju á bar í Berlín?  Hversu vitiborið fólk var þar á ferð? 

Kreppumaður, 14.4.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Æji ég veit það ekki - ég verð að segja að ég er alveg komin með nóg af þessari pólverjavitleysu. Kannski er það bara af því mín reynsla af þeim er nánast eingöngu slæm - og ég veit að það er ekki rétt að dæma alla pólverja út frá þeim nokkru (eða reyndar mörgu) sem hafa áreitt mig eða vinkonur mínar á djamminu. Né eftir þeim sem að voru með vesin í Keilufellinu (hverfinu þar sem ég vinn í) og hvað þá eftir einhverjum ránum sem íslendingar fremja allt eins. En samt veistu ég væri alveg til í að hafa færri pólverja á íslandi... og þannig er það nú bara. Skil bara ekki alveg afhverju þeir þurfa að vera svona margir hérna sem virðast vera að búa til sinn eigin heim (sitt samfélag) sem sýnist amk að nokkru leyti vera að standa í allskonar vesini, glæpum, dópi og hótunum. Held við höfum bara alveg nóg með okkar eigið pakk.. í staðinn fyrir að vera að eyða okkar löggæslu og krafti í annarra þjóða pakk. Því miðað við stærð þá hlutfallslega virðist nú sem þeir séu með svoldið mikið vesin, nema það sé bara einhver sýndarfylgni út frá fréttum - en nei samt við vitum um svo margt sem hefur verið í gangi síðan pólverjasamfélagið varð svona stórt hérna...Þó svo að það séu að sjálfsögðu til yndisslegt fólk hérna frá póllandi alveg eins og frá öllum öðrum löndum...ég bara þekki ekki til þess - því miður.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Kreppumaður

Það sem þú ert að skrifa er dæmi um það að Pólverjar eru orðin plága eða stefna í það hérlendis.  Fólk sem ég þekki og er einmitt frekar ungt, menntað og telur sig víðsýnt og fordómalaust, setur í herðarnar og verður grænt í framan og spýr galli þegar maður minnist á Pólverja.  Og byrja síðan langar og bitrar ræður um samskipti sín við þá.  Og þau aldrei góð. 

Þegar ég minnist á Pólverjana á hæðinni fyrir neðan mig - þá hættir fólk að koma í heimsókn vegna þess að það óttast að þetta séu einhverjir svona Keilufellsgaurar (sem þeir gætu jú verið) og það vill ekki rekast á þá í stiganum.

Og svo er gaman að velta því fyrir sér hverjir flytjast úr landi til þess að elta upp tækifæri erlendis?  Eru það ekki þeir sem hafa engin eða fá tækifæri heimafyrir?  Eða þeir sem eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og vilja reyna að byrja nýtt líf annarsstaðar?  Eða jafnvel stofna sína eigin mafíu og verða stórir fiskar í lítilli tjörn?

Kreppumaður, 14.4.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Mér fannst nú þessi eftirlýsti frekar mikið pretenda sig vera svaka góðan pilt í kastljósinu áðan - hann var meira segja hvítklæddur eins og kórdrengur! Efast um að hann sé þetta saklaus - fannst svona krimmalook á honum - en þetta er bara svo týpískt nú er ég farin að dæma hann algerlega based á útliti og framkomu eingöngu af því hann er pólskur og eftirlýstur fyrir morð sem hann neitar statt og stöðugt- en ég meina ætti ég ekki að dæma hann eftir því, afhverju er hann annars eftirlýstur og allt það? jújú saklaus unns sekt er sönnuð, en svona eru þessir óþekku pólverjar sem hér eru búnir að grilla í hausnum á fólki sem einmitt taldi sig laust við fordóma - en þá kemur uppá móti að fordómar eru hleypidómar sem eru ekki á rökum reistir. Maður hefur jú einhverja reynslu ásamt vitneskju um pólverja og á því byggjast dómarnir. Það er líka alveg rétt að þetta virðist vera sú stétt sem hingað kemur - þeir sem eru búnir að brenna brýr og svo lendum við bara í að taka þeim afleiðingum, meðan að fínu og flottu pólverjarnir dvelja bara áfram í sínu heimalandi við góðan díl.  Æji veit ekki - tómt vesin og endalaust þarf löggan okkar að vera að vesinast í þessu liði. Það er ekki eins og það sé ekki til nóg af íslendingum sem eru á góðum hraða að brenna sínar eigin brýr að baki sér!

Plága - já það er rétta orðið.  

Gunnhildur Ólafsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Kreppumaður

Slagorð:  Ísland fyrir íslenska glæpamenn!

Það er samt ótrúlegt að á einu ári verða allt í einu til vandamál tengd innflytjendum og það frekar stórvægileg.  Því að eftir því sem DV og fleiri hafa sagt er allt í einu orðið til undirheimar útlendinga hérna í meira mæli en áður.  SAmt eru tíu ár síðan það fór að bera á skipulagðri glæpastarfsemi austur-Evrópumanna hérna en ekki þannig að fjölmiðlar væru með fréttir eða tvær á hverjum degi um glæpina...

Ég kenndi einu sinni (fyrra) tveimur pólskum krökkum.  Annarvar strákur sem umsjónakennarinn hans var alltaf að benda mér á (ég kenndi honum einu sinni í viku) og spyrja mig hvort að ég héldi það sama og hún, að hann yrði fyrir ofbeldi heima?  Mér fannst það ekki ólíklegt en pottþétt var að hann kom alltaf illa klæddur og nestislaus í skólann þannig að skólinn varð að fæða hann.  Hitt var stúlka með kolbrunnar tennur eins og maður sér í gömlum rónum.  Þegar farið var að ræða við foreldrana, fyrst drengsins, nokkrum vikum síðar stúlkunnar, brugðust þau við með því að taka börnin úr skóla.  Allt í lagi, Íslendingar berja líka börnin sín, Íslendingar skipta sér líka ekkert að tannhirðu barnanna, Íslendingar fela sig líka fyrir féló þegar fólk er sent til að skoða aðbúnað og líðan barna...  Mér verður bara hugsað til feðra þessara barna, því að ég rakst á þá báða einhvern tíman á göngum skólans að ná í börnin lyktandi af búsi.  Aldrei rakst ég á Íslending lyktandi af búsi að ná í börnin sín.

En ég held að sama hvað við nöldrum eða bloggum, það eina sem gerist er að vandamálið er komið til að vera og verður bara meira með auknum straumi innflytjanda til landsins.  Við erum loksins orðin alvöru Evrópuþjóð ekki einangrað sker út í hafsauga!

Kreppumaður, 14.4.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já það er sko alveg nóg af vandamálum hérna á íslandi tengt íslendingum og það er einmitt málið við höfum alveg nóg með þau en svo kemur uppá móti að pólverjar ásamt öðrum útlendingum sem hingað koma eru að vinna fyrir okkur þá vinnu sem við látum okkur ekki einu sinni detta í hug að taka okkur fyrir hendur. Á ýmsum stöðum sem ég og aðrir hef unnið á þá hafa yfirleitt verið útlendingar í öllum þessum mjög svo nauðsynlegu skítastörfum og hafa þeir verið hin bestu skinn og mér er þá einn staður ofarlega í huga þar sem það voru nánast eingöngu pólverjar í uppvaski, þrifum og skúringum og annarskonar tilfallandi skítverkum. Að sjálfsögðu kemur þar tungumálið sterkt inní - betra að þeir sem þurfa að díla við viðskiptavini og annað geti skilið okkur fínu íslendingana annars verðum við bara móðguð og gætum átt það til að labba út og láta ekki sjá okkur aftur! Enda erum við svo góðu vön og frekjan að drepa okkur. En þessir pólverjar voru notabene hreint og beint yndisslegir og hjálpsamari manneskjum man ég ekki eftir að hafa unnið með. Alltaf tilbúnir að aðstoða mann ef þeir bara mögulega gátu þrátt fyrir að það var nokkuð augljóst að þeir fengu ekki þann snefil að virðingu sem íslenskt starfsfólk fær - og myndi ekki láta bjóða sér minna. Miðað við hvað þeir eru að að bjarga okkur alveg á þessu sviði þá er kannski bara ekkert óeðlilegt að við eyðum okkar orku, gæslu og fjármagni í að díla við þá svörtu sauða sem með þeim góðu fylgja? Eitthvað þarf hins vegar að gera - ef þetta heldur svona áfram þá búum við ekki lengur á einu besta og verndaðasta landi í heimi - og það er kannski bara það súra epli sem við eigum svo erfitt með að bíta í ?!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Kreppumaður

Þetta Pólverja ,,vandamál" er frekar nýtilkomið, það fór fyrst að bera á því fyrir svona einu og hálfu ári en síðustu fimm árin hafa Pólverjar verið lang stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi (tæplega 8000 2004, næst fjölmennastir þá Litháar rúmlega 1000; tölur eftir minni sem er mjög gott) en síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt, svo mikið að félagi minn hjá lögreglunni skaut á að þeir væru allt að því 40000 þegar mest væri.  (Margir stoppa mjög stutt við og svo er eitt, þeir skrá sig inn í landið en ekki þegar þeir fara burt svo margir eru ,,innskráðir" þótt að þeir séu löngu farnir).  Frá þessu fólki frétta svo aðrir Pólverjar hvað það sé nice að vera á Íslandi, lítið um fordóma, auðvelt að fá vinnu, allir ríkir... Og þá kemur bylgja númer 2 og 3, og með henni glæpamennirnir.  Og sagan hefur tilhneigingu til þess að endurtaka sig, alltaf þegar nýlönd hafa byggst er það fyrst af harðduglegu fólki, svo koma fátæklingarnir sem eygja betri kjör og í kjölfarið glæpamenn sem ætla að ræna því litla sem fátæklingarnir ná að öngla saman!

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já þetta smitast áfram en ég skil bara ekki alveg afhverju það er svona agalega auðvelt fyrir þá að bæði koma og fara eins og þeim sýnist - og að bara nánast hver sem er frá þessu landi (og fleiri löndum) geti bara labbað hingað inn algerlega án þess að einhver spái í því hver hann raunverulega er og hvað þá hvort fortíð hans sé sæmandi fyrir land og þjóð?

Væri mun skárra ef það væri bara á einhvern hátt hægt að sigta út! Veit að það hlýtur að vera erfitt - en kannski samt erfðisins virði og spörun á tíma og fjár og öryggi fyrir heimabúa - við vitum alveg að hingað hafa komið nauðgarar og glæpamenn. Það sem allir óttast mest. En já- flókið mál.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:38

9 Smámynd: Kreppumaður

Við erum hluti af alþjóðasamfélaginu og með samninga sem heimila öllum innan Evrópu til þess að ferðast til landsins og dvelja hérna með undantekningum sem eru Rúmenar, Úkraínumenn, Moldavíubúar og Hvítrússar, þar sem þeir eru ekki taldir ennþá mikið þróaðri en apar!

Og ég held að samkvæmt þessum samningum (er að reyna að rifja upp námskeið sem ég fór á í Alþjóðarhúsi fyrir 2-3 árum) geta allir ferðast hvert sem er án þess að fá vegabréfsáritun eða að þurfa að framvísa sakavottorði. 

Held að við verðum bara að beygja okkur undir þessar reglur, það mundi eitthvað heyrast í félögum okkar í Evrópu ef við mundum ætla að fara að gera eins og USA-menn vera með takmarkanir, eftirlit eða jafnvel einhverskonar grænakort eins og þeir? 

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 00:54

10 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Haha - þetta með apana er náttúrulega bara einum of fyndið :D En já þetta er mjög opið hérna og að mörgu leyti margt jákvætt við það sossum- virkar allt svo auðvelt. En stundum væri ég alveg til í eftirlitið mikla þó manni finnist það vissulega hálf creepy þegar maður ferðast til UK eða USA og þarf að ganga í gegnum svona sjálfur. Maður tjónkast allur upp og röflar hástöfum. En það verður víst jafnt yfir alla að ganga..better save than sorry - ekki satt?

Kostir og gallar eins og alltaf - alveg óþolandi að aldrei sé hægt að finna uppá einhverju sem hefur eingöngu kosti og bara lok lok og læs fyrir alla gallagerða hluti. En þangað til það uppfinnst ætla ég að fara og láta mig dreyma um að ég vakni upp í þó ekki sé nema örlítið skárra samfélagi...;) 

Góða nótt og takk fyrir mjög svo skemmtilegt (og fróðlegt) spjall.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:06

11 Smámynd: Kreppumaður

Frelsi til að ferðast er betra en höft, jafn vel þótt að einn eða tveir morðingjar slysist til landsins.  Við losnum líka við fullt af óæskilegu liði sem heldur á sósíalinn til nágrannalanda okkar eða fær fæði og uppihald á kostnað annarra ríkja en Íslands.  Þannig að þetta virkar í báðar áttir sem betur fer.

Samfélagið verður samt aldrei betra en við gerum það, það er bara stundum erfitt að ímynda sér að maður hafio áhrif - nema í draumaheiminum!

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband