Loforð, loforð...

Lofaði vini mínum að kíkja með honum út á miðvikudagskvöldið og sökum þess að ég heyri varla né sé vegna kvefs, var ég búinn að gleyma ,,ekkiábarinníapríl" loforðinu sem ég gaf sjálfum mér.  Arrrg!  Eitt hliðarspor frá því sýnir nú bara að ég er mannlegur?

Ætla að hringja í bróðir minn og reyna að finna tíma til þess að hitta hann í vikunni og borða með honum.  Fórum reyndar saman í gær til foreldra okkar í mat (kona hans og dóttir á Akureyri) og auðvitað þurfti mamma að segja: þurfið þið alltaf að vera svartklæddir?  Er ekki kominn tími til þess að fullorðnir menn klippi sig örlítið snyrtilegra, hvers vegna eru þið svona horaðir?  Ég sagði móðir okkar að svona spurningar ætti hún að nota á barnabörnin en ekki okkur.  Til þess hefðum við eignast börn til þess að sleppa við svona ömmu spurningar!  Henni var ekki skemmt og sagði okkur að éta, sjálf ætlaði hún að leggjast fyrir og ég hugsaði með mér: loksins er þetta eins og heimili í leikriti, mamma er að óverdósa af morfíninnu sem hún andar að sér að læknisráði!  Mundi svo að ég var ekki staddur á 19.öldinni og fínar frúr hættar að vera háðar fljótandi morfíni og mamma bara með flensu.  Pabbi hafði eldað og ekkert út á það að setja.  Svo þegar við bræður kvöddumst gleymdum við að fastmælast um dagsetningu.  Við hittumst alltof sjaldan tveir einir utan heimilis foreldra minn eftir að hann fór í fasta vinnu uppi í Árbæ eða sveit eða hvar svo sem hann hefur horn til þess að teikna í?  Best að reyna að bæta úr því meðan við þekkjum hvorn annan ennþá í sjón.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband