Does snuff exist?

Var að horfa á heimildarmynd með sama titli og yfirskrift þessarar færslu sem veltir því fyrir sér hvort að það hafa raunverulega verið gerðar snuffmyndir (þar sem fólk er pyndað og drepið í alvörunni fyrir framan kvikmyndavélarnar) eða hvort það séu eintómar flökkusögur?  Og þar sem ég hef alltaf haft áhuga á myrkustu hliðum mannsálarinnar horfði ég með athygli.  Góð mynd og allt það og svaraði auðvitað færri spurningum en hún vakti upp eins og góðar heimildamyndir eiga að gera en...  ég hef nú séð margt og kippi mér upp við fátt sem maður sér í bíó en þessi heimildarmynd var á köflum þannig að fullvaxinn maður sem nánast daglega heyrir eða les um svo ljóta hluti að það kæmi ömmu minni til þess að leggjast í rúmið og gráta í viku, ef ég segði henni upp og ofan af því sem ég verð stundum vitni að, var næstum farinn að halda fyrir augun af viðbjóði.

Sjálfur er ég vissum að myndir þar sem fólk er limlest og drepið í alvörunni hafi verið gerðar og jafnvel dreift.  Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið sjúkt og haft óbeislaðar myrkrahvatir.  Nægir að nefna manninn sem auglýsti eftir einhverjum sem vildi láta drepa sig og éta.  Og fékk svar.  Það vantaði bara að hann tæki það upp og setti í dreifingu, til dæmis á youtube.com?  Eða bara á bloggið sitt...

Ætli heimurinn sé alltaf að verða sjúkari og sjúkari eða er það bara orðið þannig að þetta upplýsingasamfélag dælir yfir manni óæskilegum fréttum og heldur manni á nálum yfir því að siðmenninginn sé að hruni komin og það fari að líða að þeim tíma að maður byrgi sig upp af dósamat og vopnum og loki sig af í einhverjum kjallaranum meðan Ragnarök ríða yfir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar kemst ég í þessa mynd herf líka áhuga á því myrka í mannlega eðli?

Hannes Adam (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Kreppumaður

Þú hefðir nú getað byrjað á að google hana?  En ég held að ég hafi séð hana í gegnum quicksilverscreen.com en þar er ágætt úrval af heimildarmyndum.

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 00:55

3 identicon

Takk er búinn að fina hana.

Hannes (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Kreppumaður

Áhugaverð.

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Bara Steini

Ættir að tékka þessa. Mjög góð mynd um þetta mál.

Og ættir að athuga eina sem heitir Feed. 

Mjög undarlegar hvatir í gangi þar skal ég segja þér. 

Bara Steini, 15.4.2008 kl. 01:44

6 Smámynd: Kreppumaður

Takk Steini, kíki á þær við tækifæri.

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 14:27

7 identicon

mjög áhugavert efni. það er hægt að fá Cannibal Holocaust og flestar hinar bíómyndirnar sem vitnað var í á ebay.

Hannes (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Kreppumaður

Það er líka hægt að deita sætar stelpur og vera með fegurðar dottingum en það er eitthvað sem þið nördarnir munu aldrei gertað ímyndað ykkur, aular!

Kreppumaður, 16.4.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband