Og ég reis upp frá dauðum

Það var hringt í mig og ég truflaður í veikindum mínum (berklar, svartidauði og ebóla) og beðinn um að sækja tvenn jakkaföt í hreinsun en þessa leppa hafði ég átt þar í einhverjar vikur.  Ég stóð upp af dánarbeði mínu og hélt þungstígur og hóstandi blóði út.  Uppgötvaði um leið og ég var búinn að ganga tuttugu metra að drepsóttirnar hurfu eins og klisjan dögg fyrir sólu mundi lýsa. Og allt í einu langaði mig ekki til þess að fara heim og liggja uppi í rúmi eða sófa eins og slytti heldur sportast um í þessu ágæta veðri.  Neyddi mig til þess að fara heim, það er ekkert jafn hallærislegt og veikur maður sem sést svo dóla sér um bæinn.  Fúlt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svíarnir gerðu eftirfarandi í denn, ef fólk var veikt heima, þ.e. þeir gáfu manni pappír sem á stóð: Får vistas ute"  Sounds like a plan?

Batakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Kreppumaður

Framsýnir að vanda Svíarnir en nú er mér full batnað.  Nema af útþrá og eirðarleysi. 

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En sjáðu til, það er nottla frábært að geta hangið í sólbaði á Austurvelli eða eitthvað með vottorð í vasanum.

Those were the days.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Kreppumaður

Enda voru Svíar eflaust óvinnufærari meðan þetta var við lýði?

En maður gæti svo sem verið í sólbaði ef maður fengi vottorð um vinnufælni?

Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband