15.4.2008 | 14:42
Nicole Kidman, flóðhestur og klæðskiptingur
Þessi frétt sýnir nú bara hvað kynni á netinu eru varhugaverð! Ég man eftir vini mínum sem fór á stefnumót fyrir nokkrum árum við stúlku sem hann hafði kynnst á netinu og lýsti sér eins og yngri útgáfu af Nicole Kidman. Þetta var fyrir daga digitlamyndavéla og fólk varð að láta sér lýsingar eða skannaðar myndir nægja áður en komið var að því að bóka deit. Strákurinn sat spenntur inni á bar og beið taugaóstyrkur og ímyndaði sér að honum yrði hafnað þar sem hann væri nú ekki nógu sætur til þess að deita svona ofurskutlu. Í hvert sinn sem stúlka gekk inn á barinn, hrökk hann taugaóstyrkur í kút því að hann var svo kvíðinn. En ekki kom gyðjan. Þegar hún var orðinn þessum venjulegu fimmtán mínútum of sein sem fallegar konur leyfa sér, dimmdi allt í einu inni á barnum um leið og útidyrnar opnuðust. Í dyragættinni stóð flóðhestur sem hafði troðið sér í háahæla og eitthvað sem virtist vera segl hafði verið saumað utan um dýrið. Var rautt strý á höfði skepnunnar. Og kom hún kjagandi beint til þessa félaga míns og heilsaði. Settist niður og pantaði sér glas. Var þar komið deitið sem lýst hafði sér sem Nicole Kidman. Rauðhærð var hún en lengra náði samlíkingin ekki. Vinur minn var ekkert rosalega hress og til þess að kóróna að því er honum þótti niðurlæging, var fyrrverandi kærast hans gengilbeina á þessum bar. Hugsanleg hefur hann ætlað sér að sitja með fljóðinu fagra til þess að svekkja hana. Lítið varð hún svekkt en þurfti því oftar að bregða sér afsíðis til þess að hlæja. Drakk nú þessi vinur minn glas með flóðhestinum þögull áður en hann strunsaði út.
Held að það sé ekki fyrir heilvita fólk að treyst því sem fram fer á netinu. Gamlir karlar hanga á stefnumótsíðum dulbúnir sem táningar til þess að tæla til sín bráð. Fólk bloggar undir óljósum myndum af hverjum sem er og gefur ekki upp nafn og kennitölu (eins og ég). Fólk eflaust líka fegrar sig og bætir þegar það býr í haginn fyrir stefnumót í þessum venjulega heimi sem flest okkar lifa í. Og því kemur mér það ekkert á óvart að maðurinn hafi kvænst manni. En fyndið að uppgötva það ekki fyrr en á brúðkaupsnóttina, fólk á miðjum aldri með einhverja sögu á baki um kynni af hinu kyninu? Er búinn að senda þessa frétt á vin minn til þess að minna hann á það að þrátt fyrir allt var hann svo lukkulegur að deita eitthvað úr dýraríkinu en ekki klæðskipting. Það hefði hugsanlega getað riðið honum að fullu?
![]() |
Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég fór stundum á svona ,,blind date,, hérna í gamla daga (þótt þú kallir minn aldurshóp unglinga - þá tala ég samt um gamla daga hversu órökrétt sem það nú er) en það var á þeim tíma sem allir voru á ircinu en ekki facebook, myspace og msn. Þá var semsagt minna um myndir nema þær aumu sem voru sendar með tölvupósti ef maður var svo heppinn, í dag geturu séð manneskjuna í þríriti á netinu einhversstaðar áður en þú þarft að taka ákvörðun um að hitta hana og hvað þá meira. Allavegna þá komu aldrei þeir prinsar á hvíta hestinum sem maður bjóst við - allir fegra sig jú e-ð en sumir alveg óþarflega mikið..;) - svo ég skil þjáningar vinar þíns greysins fullkomnlega. Hvernig væri þá að sýna gott fordæmi fyrir aðra sem þú ert að tjá þig um og gefa upp þó ekki nema væri raunverulegt nickname? hehe ;)
Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.4.2008 kl. 19:24
Ég man vel eftir IRCinu og ég var stundum á því á vinnutíma þegar ég nennti ekki að berja saman fjárhagsáætlunum eða árskýrslum, veturinn 99-00. En ég hafði stúlkurnar sem höfðu áhuga á mér alltaf grunaðar um að vera eitthvað sem ég vildi ekki sjá.
En ég hef reyndar eignast vini í gegnum netið en það var í gegnum gamla bloggið mitt þar sem ég var undir réttu nafni og birti jafnvel af mér myndir ef svo bar undir. En þangað til ég er búinn að skipta um starf þori ég ekki að gefa upp rétt nafn þar sem ég tala fjálglega um drykkju og annað hérna sem gæti komið í bakið á mér í starfi.
En þú ert búin að læsa blogginu þínu og ef ég bið um aðgang þá þarf ég að gefa upp email er það ekki? Þá veistu alla veganna hvað ég heiti réttu nafni. Held að þér sé treystandi fyrir því þar sem við tilheyrum nánast sömu stétt eða þannig!
Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 19:31
Já ég skil þig - systir mín er einmitt stundum að ýja því að mér að það ,,getur hver sem er lesið bloggið manns,, svona þegar ég er að segja eitthvað í fáránlegu fljótræði sem ég ætti kannski frekar að sleppa - bæði út af því að mamma les stundum bloggið (já dauðsé ennþá eftir að hafa sagt henni það) og hins vegar því maður veit aldrei hvað maður gerir eða hvern maður á eftir að hitta í framtíðinni. En þá loka ég og læsi allavegna í einhvern tíma meðan þunglyndið rennur yfir og einn daginn opna ég það aftur. Svo er þetta líka fyrirbyggjandi - ekki gott að hafa of mikla bloggmöguleika opna þegar maður á að vera að læra hvort sem er;) Jú ef þú vilt aðgang þá neyðistu til að gefa mér upp emailið og ég get svo guðsvarið það að ég skal fara með nafnið í gröfina sé það þinn eindregni vilji. ,,Stétt- félagar,, eiga jú að standa saman!;) Annars skal ég vera svo væn að gera þér auðveldara fyrir að reyna á traustið og gefa upp mitt eigið mail/msn; gunnhildur84@hotmail.com - enda þarf ég ekkert að fela neitt - að minnsta kosti ekki enn sem komið er...;) hehe
Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:16
Maður á aldrei að láta foreldra sína vita um blogg. Því að þá fá þau ranga eða jafnvel rétta mynd af manni. Og maður á aldrei að leyfa foreldrum manns að komast svona langt að manns innri manni! Alla veganna ekki í gegnum blogg.
Kreppumaður, 15.4.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.