16.4.2008 | 08:59
Þetta mun enda með ofbeldi
Og maður vaknar upp fyrir klukkan átta við taktinn og trommusláttinn. Það er víst byrjað party hjá þeim pólsku! Og ég ætlaði að vera veikur en sé fram á það að það verður meiri hvíld í vinnunni! Ótrúlegt hvað fólk getur tekið daginn snemma í drykkju og dópneyslu! Brátt fer ég að finna mér rörbút úr járni og geng svo í skrokk á þessum aumingjum og lendi á mbl.is sem maðurinn sem gafst upp helvítis pólverjunum og fæ dóm fyrir það eitt að vilja fá frið til þess að sofa. Það verður leitt. En ég er alveg að verða brjálaður á þessu sambýli við þessa aumingja. Þessir menn eru mestu skíthælar sem ég hef komist í návígi við. Þegar þeir eru ekki ælandi út ganginn og dauðir fyrir klukkan fimm þá eru þeir dansóðir. En ég man ekki eftir því að þeir hafi startað partýi svona snemma - fyrir klukkan níu!
Athugasemdir
Sko, þú gætir verið sonur minn (á dóttur á þínum aldri) og þess vegna leyfi ég mér að "hrista" þig til í þeim tilgangi að þú sjáir ljósið drengur.
Það næst aldrei árangur með því að bíða eftir að eitthvað lagist, þetta lærði ég með því að bíða eftir að mínir pólverjar á neðri hæðinni sem voru fokkings helsælu- og spíttétandini Íslendingar, hættu að gera líf mitt að helvíti. Ég þorði ekki að bögga þá, því þeir voru kolvitlausir. Þegar ég síðan fór á fullt, tók við mánuður af óþægilegheitum en á endanum fóru þeir, nánast í lögreglufylgd. Do something man.
Nú er ég farin að mæla blóðþrýsting.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 09:18
Fer með rörbút niður og tala við þá. Ef ég hef ekkert bloggað í 2 tíma þá hafa þeir bútað mig niður í baðkarinu og hent mér í ruslið í svörtum pokum. En þetta eru smámenni og ég er auk þess verndaður af lukku þeirra sælu... Sem er eins og að hafa Batman með sér í liði!
Kreppumaður, 16.4.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.