16.4.2008 | 13:51
Að skrópa
í dag er ég eiginlega að skrópa í vinnuna, er ekki veikur lengur en líður eins og ég sé tíu ára að hlaupum undan tónmenntakennaranum því að ég vil ekki singja do re mí... En hann náði mér aldrei til þess var hann of feitur og mikið af nýbyggingum sem ég gat falið mi gí. Á þó ekki von á því að félagsmálaráðherra komi æðandi hingað inn og spyrji hversvegna ég sé að skrópa? Enda fengi viðkomandi þá uppsagnarbréfið mitt beint framan í sig. Búinn að skrifa það. Nú er bara að drekka í sig kjark og ýta á send...
En til þess þarf víst sterkari drykki en teið mitt græna sem ég er að sulla með. Horfi á það og fitja upp á nefið af fýlunni. Ojj bara að það sé ætlast til þess að maður drekki þetta?
Annars er magnað partý á neðrihæðinni. Byrjaði klukkan níu, fór áðan niður (var reyndar í símanum) bankaði á dyrnar og óð inn og lækkaði sjálfur í tölvu þeirra Pólsku, ullaði á þá og fór út. ég er ekki betri en svo. Og núna eru þeir að hefna sín, sennilega búnir að tengja tölvu drusluna í magnar. Allt titrar og skelfur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.