Hvít jakkaföt

Var að taka til í skápum þegar ég rakst á hvítu jakkafötin mín sem ég held að ég hafi bara notað einu sinni?  Það var í ágúst og ég fór í þeim til að horfa á opnunarleikinn í enskaboltanum.  Svo ekkert meir.  Mér finnst ég alltaf vera eins og glæpamaður þegar ég er í þeim.  Eða atvinnu flagari sem tælir eldri konur og hefur af þeim sparifé þeirra.  Sem er, þegar maður hugsar út í það,stórlega vanmetin atvinnugrein.  Það er spurning um að leggja það kannski fyrir sig? 

En ég komst í svo gott skap við að máta fötin að ég hefði rokið í þeim út ef ég væri ekki að skrópa í vinnuna eins og hálfviti.  Ætla samt að lauma hérna myndbandi með smekkmönnum í svipuðum fötum og ég á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband