Brúðkaup og ökuferð

Þetta lag minnir mig alltaf á stúlkuna sem eyðilagði brúðkaupsveisluna þegar ég gifti mig með ótímabærum yfirlýsingum um ást hennar til mín.  En henni hefur verið fyrirgefið það fyrir löngu.  Einu sinni fórum við í ökuferð um óbyggðir Íslands og stoppuðum í hverri einustu sjoppu til þess að leita að sérvitringum og drykkjusjúklingum (töldum þetta rannsóknarferð í sálfræði) og enduðum svo blindfull á Risebar eða eitthvað álíka í Hólmavík og sváfum í einbreiðu rúmi í gallabuxunum og ég held að ég hafi jafnvel verið í leðurjakkanum líka.  Varð hugsað til hennar því að hún sendi mér boðsbréf í pósti um það að hún ætli að ganga í hjónaband í vor með mannsefninu sínu.  Ég ætla ekki að standa upp í kirkjunni og öskra að ég elski hana og að hún eigi að velja mig en ekki hann, því að það væri lygi.  En vorið og sumarið 2005, þá skemmtum við okkur ofboðslega vel þótt að ég hafi aldrei rennt í grun að hún bæri einhverjar aðrar tilfinningar til mín en vináttu.  Svona gengur þetta víst en ég söngla með laginu:  I wonder if we´ll meet again...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú með alveg óborganlegan húmor, karlinn minn. Hef bara ekki efni á þessu! 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Já það eru sko örugglega ekki margir hérna sem hafa lent í svona bíómynadrama - að hafa verið truflaður með ástartilkynningum frá öðrum en þeim er stendur við altarið á sjálfan brúðkaupsdaginn Þrátt fyrir að maður sé nú ekkert að óska fólki þess beint að lenda í því - þá hlýtur þetta atvik að segja eitthvað til um það hvað þú sjálfur hefur bara verið svona fjári ómissanlegur! ;)

Annars þá er þetta lag alveg meiriháttar frábært.

Gunnhildur Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Kreppumaður

Ég ætla nú að kenna áfengi um þessar játningar en ekki persónu minni.  En já, það eru nokkur atvik í ævi minni sem gætu komið úr smiðju handritshöfunda í Hollywood.  Því miður og sem betur fer.

Kreppumaður, 17.4.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband