17.4.2008 | 17:43
Genaflækjur
Það sem hrjáir mig er slavnesku genin sem ég hlaut frá móðir minni. Þeim fylgja alheimsþunglyndi og sú tilfinning að ég sé í raun og veru persóna úr bók eftir Dostojevskí. Og með morð á samviskunni. Frá föður mínum fékk ég írsk gen. Þeim fylgir þorsti í lífsins vatn og Joyceísk snilligáfa sem sjaldan brýst út nema þegar ég er einn á næturnar og frem þessa furðulegu dansa sem fáir hafa séð. Þessi gen valda því að ég er ólíklegur til afreka á öðrum sviðum en dansmennt. Afgangurinn af mér er íslenskur. Því fylgir minnimáttarkennd. Ég er kominn af þjóð sem er full af minnimáttarkennd yfir því að vera til. Og reynir að breiða yfir vanmáttinn með því að eignast allan heiminn. Þess vegna er ég alltaf uppfullur af plönum um að sigra og verða eitthvað! Helst svo mikið að það verðir reist af mér stytta á fjölförnu torgi eða settur skjöldur úr bronsi á öll þau hús sem ég hef búið í. En helvítis slavagenin, þau fá mig alltaf til þess að fallast hendur. Því að ekkert er þess virði að byrja á því eða klára því að allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Þess vegna leyfi ég yfirleitt Íranum í mér að sigra. Hann er kátastur og skemmtir sér alltaf vel, hvort sem það er í margmenni eða glimrandi einsemd. Ég ætla að fara að ganga út á Gróttu og vökva snilligáfuna sem er dæmd til þess að sturtast eins og hvert annað hland, niður í salernið!
Athugasemdir
Þegar svona hugarangur er ástatt hjá manni þá er einmitt um að gera að taka sér góðan göngutúr á fáfarnar slóðir - fátt annað til sem hreinsar hugann betur!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:56
Eða fara til læknis og fá að skipta um gen? Er það annars ekki hægt?
Kreppumaður, 17.4.2008 kl. 17:58
Jú örugglega miðað við tæknina í dag - gætir eflaust fengið að breyta þér í rollu sé það efst á óskalistanum.
Gunnhildur Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:27
Ég yrði alla veganna ekki meðfærilegur kjölturakki!
Kreppumaður, 17.4.2008 kl. 18:30
Jæja, ertu þá með slavnesk gen eftir allt saman. Skyldur ælupollapólverjunum.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:43
Ekki skyldur Pólverjunum... Það færi með mig í gröfina.
Kreppumaður, 18.4.2008 kl. 13:41
Þetta með minnimáttarkenndina er alveg hrikalega satt.
gerður rósa gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 14:19
Minnimáttarkennd er ekki svo ólík öðrum kenndum. Ef eitthvað er, þá er hún minni máttar og til lítils megnug. Fleiri göngutúra.
Bergur Thorberg, 18.4.2008 kl. 14:55
Ég mun ganga mig upp í mikilmennskubrjálæði!
Kreppumaður, 18.4.2008 kl. 15:52
smá estrogen læknar þetta
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 16:08
Held að ég kaupi mér fávitagen hjá Erfðagreiningu eða kynvillinga? Þarf að prófa að vera bæði núna um helgina.
Kreppumaður, 18.4.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.