Vorganga

Í gærkvöldi fór ég í gönguferð í gegnum allan vesturbæinn og út á Gróttu.  Þar vaka fuglar undir gráum himni og við settumst niður og drukkum smá púrtvín og ég hugsaði með mér að það væri eflaust rómantískt að lesa ljóð fyrir stúlkuna og úfið hafið.  En við sátum bara og þögðum og fuglarnir hljóðnuðu og brimið stilltist og hún krækti handleggnum um handlegg minn og hallaði sér að mér og lygndi aftur augum.  Og snæfellsjökull hvarf í móðu en önnur fjöll stækkuðu handan hafsins.  Og við stóðum á fætur og hún sagði eitthvað um bjartar nætur og dimmar nætur og sumar nætur og tók um hönd mína og við leiddumst til baka, í áttina að borginni og ljósunum sem voru að kvikna...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband