Stolið úr bréfi

Systir mín skrifaði:

... vafasamra kynvillinga sem struku úr sirkusnum einhver tíman á 19.öld...(sjá meðfylgjandi mynd...)c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_20080411_03_505103.jpg eftir að hafa séð  myndina af þessum unga herramanni hef ég ákveðið að klæðast aðeins svörtu og halda mig frá öllu sem gæti talist til of mikils einstaklingsstíls...því þetta er það sem gerist þegar þú gengur of langt og breytist í finnskan, dökkhærðan Galliano klæddan í Westwood frá toppi til táar.....Guði sé lof kæri bróðir að idolin okkar séu þunglyndir popparar en ekki listafaggar á slæmu sýrutryppi...

Svo snéri hún sér að öðrum málum og endaði bréfið á:  (Þú veist að ef  við værum uppi á öðrum tíma íslandsögunnar þá væri löngu búið að brenna okkur inni eða höggva niður með exi. Nema ég hefði nú kannski sloppið með drekkingu. Og heldur að einhver hefði nennt að hefna okkar? Fjölskyldan hefði verið friðuð með nokkrum ræfilslegum öldruðum vinnumönnum og mögulega nokkrum aurum....)

Jamm, þetta hljómar eins og við tvö höfum hagað okkur eins og glæpamenn og farið ránshendi um landið og höggið niður þroskahefta niðursetninga og brennt inni ekkjur.  En þó er ekki svo.  Held að hún hafi verið að vísa til eins eða tveggja stolinna hjarta sem við höfum gerst sek um að skila ekki eigandanum aftur.  Æji, fólk ætti að klæða sig eins og fífl og láta hitt kynið í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég verð greinilega að fara varlega í bréfaskiptin við þig elsku bróðir, maður veit aldrei hvað verður að efni fyrir almenning hér á blogginu þínu.....

systir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Kreppumaður

Sko þetta eru góðar heimildir um líf okkar og störf og þá þjáningu sem því fylgir að vera við - slavnesku genin manstu!

Kreppumaður, 18.4.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband