14 ár eftir

Miðað við það magn af áfengi og sígarettum sem ég hef innbyrt í gegnum ævina, þýðir þessi rannsókn fyrir mig að ég verð horfinn inn í þokuhulinn óráðsheim um fimmtugt.  Og settur á stofnun þar sem ég verð skeindur og baðaður og látinn ganga í hringi í setustofunni eða jafnvel bundinn niður í stól, svo ég sé ekki að ráfa fyrir Pólverjunum sem sinna umönnun á svona stöðum.  Jæja, það gæti verið verra?  Maður verður bara að sætta sig við örlög sín og festast ekki í of mikilli svartsýni.  Ég held ég fari út á barinn og skáli fyrir þessari rannsókn.


mbl.is Drykkja flýtir fyrir Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

samkvæmt þessu er ég í besta falli í total algleymi og í versta falli löngu dauður

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 21:00

2 identicon

Iss, ráddu bara nógu mikið af krossgátum, það virðist vera lyfið sem virkar gegn alzæmer.

zazou (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 01:14

3 identicon

Var ekki búin að átta mig á því en betra seint en aldrei, ég er sem sagt löngu dauð og svo illa farin af Alzheimer að ég man það ekki. Hvort ég er í himnaríki eða helvíti er ég ekki viss um, skiptir heldur engu í þessu algleymi!

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Tótal blakkát!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 19.4.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Kreppumaður

Ég er orðinn of ruglaður til þess að skrifa!

Kreppumaður, 19.4.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband