Bónorð

Einu sinni bankaði maðurinn sem er ber á ofan í þessu myndbandi upp hjá mér og spurði hvort það væri í lagi ef hann mundi giftast systur minni en hún var þá nýbúin að leika í myndbandi með hljómsveitinni hans.  Ég sagði að ég væri ekki rétti maðurinn til þess að spyrja svona spurninga, hann ætti frekar að tala við föður minn og bjóða honum fimm eða sex geitur fyrir systir mína.  ( Ég met hana ekki meira en það).  Hann sagði að hann væri hræddur við alla mína ætt, sérstaklega okkur systkinin en samt svo ástfangin af þeirri litlu.  Og væri meira að segja tilbúinn til þess að skilja við 18 ára eiginkonu sína til þess að gera 13 ára yngri systur mína (hún er að verða 23 og er með sama aumingja sjarma og svipað útlit og Kate Moss og dregur því ræfla að sér) að sinni löglegu eiginkonu. 
Ég spurði hvort við ættum að fara á barinn og drekka smá vodka og á bar fórum við og drukkum og dópuðum og slógumst við við táninga og pissuðum yfir dauðan leikara og enduðum á bekk fyrir utan Vínberið þar sem við töluðum saman um ljóð Byrons og hvað hann hefði haft mikil áhrif á the Cure.  Og svo fórum við heim til mín (þar sem hann átti eftir að búa tímabundið) og drukkum það sem leigubílstjórinn færði okkur og sungum saman um ástin og daginn eftir var hann ennþá skotinn í systur minn og það er ástæðan fyrir því að hún felur sig í Berlín... 
Og stúlkan sem ég er að deita er ennþá dauð inni rúmi....

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að vita að ég er svo mikils metin hjá bróður mínum....veit nú ekki hvort ég gæti fengið einhvern til að gefa geitur fyrir þig, ja þessar fyrrverandi konur þínar mundu kannski leggja í púkk en þá heldur til þess að losna við þig...

jæja þér er þá allavega alltaf velkomið að koma og fela þig með mér hér í berlín... 

 p.s. ég verð að segja að ég fæ bestu og rómantískustu boðorðin í fjölskyldunni, ótrúlegt að ég sé enn ógift.

hvernig ætlar þú að toppa þetta bróðir kær þegar þú finnur næsta kvennkostinn þinn?

systir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég er ekki einnar geitar virði en þú ert enn svo ung að það má fá nokkrar fyrir þig - ennþá!

Það fer að líða að því að ég birtist í Berlín - kominn alfarði til þess að vera!

Þú hefur alltaf fengið falleg bónorð elskan og það skilur enginn hversvegna þú hefur ekki tekið eitthvað af þessum gömlu og skemmdu gaurum sem hafa viljað þig?

Það verða engin bónorð - alla veganna ekki til þeirrar sem ég hef verið að hitta undanfarið - er búinn að eitra fyrir henni og gefa forsmekk af því leikhúsi sem fjölskylda okkar er og sérstaklega ég og stundum þú... 

Kreppumaður, 20.4.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband