20.4.2008 | 14:15
Ennþá meiri biturleiki
Það eru margar færslur hjá mér sem hafa biturð í titlinum. Ég viðurkenni það. Í gær bauð ég stúlku í mat og það var annað hvort vínið, maturinn eða nærvera mín sem gerði það að verkum að hún fann til óþæginda og þurfti að leggja sig hjá mér. Ég hafði hugsað mér rómantískari leið til þess að fá hann upp í rúm í fyrsta sinn en að byrla henni ólyfjan. Á meðan hún svaf drakk ég allt of mikið og munnhjóst við blogglesendur. Það var hressandi.
Við fórum samt á Ölstofuna því að okkur datt ekkert annað í hug. Og hver var þar! Kona sem hefur aldrei viljað vera á þeim stað en tók upp á því núna um helgina að setjast þar að! Og hvar stóð hún, sem næst okkur! Og þegar við fórum út að reykja- hver var þar - jú þessi sama kona sem aldrei hefur reykt! Enda létum við okkur hverfa áður en ég fór að fá lauslega hluti í höfuðið. Ótrúlegt að fólk hafi taugar til þess að umgangast mig!
Athugasemdir
Sæll kreppurmaður, bloggin þín eru skemmtileg. Hlýtur að vera erfitt að búa við tilvistarkreppu.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 20.4.2008 kl. 14:32
Það venst og verður loksins að ástandi sem varir alla daga.
Kreppumaður, 20.4.2008 kl. 14:47
það eru skemmtilegar hjá þér helgarnar, í það minnsta virðburðaríkar... sem betur fer þekki ég ekki nógu marga hér í berlín til að vera að ergja fólk á sama kalíber og þú, læt kærastann nægja.
já það þarf stundum sterkar taugar til að umgangast fólk eins og okkur, verum bara fegin yfir því að það eru víst ekki svo margir sem sækjast eftir því þessa dagana.
systir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:31
Kæra systir... Þrátt fyrir að vera eins og ég er sogast fólk að mér eins og flugur í ljós. Það sækir í óreiðuna. Og þú veist að um leið og ég kem til Berlínar þá verð ég farinn að ergja þá þýsku (vonandi þó ekki kærastann þinn) og koma mér illa við einhverja. Og ég veit að ef þú ættir ekki kærasta þarna úti þá væru fullt af einhverjum neðanjarðarþjóðverjum slefandi á eftir þér eða með brostin hjörtu... Þannig hefur það alltaf verið.
Kreppumaður, 20.4.2008 kl. 16:35
Hahaha snilld. Ölstofan er best
Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 18:36
Bölstofan er réttnefni.
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.