Og ég hugsa... ?

Ég ætla að taka mig á!  Fara út í ruslatunnu með allar tómu vínflöskurnar og skokka svo Ægisíðuna til þess að tæma hugann og reyna að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt sem er almenningsálitið og vísa ég í sem heimild - ótal komment á þessu bloggi og væntanlegar ævisögur (eftir svona 20 ár) fólks sem finnst ég vera fífl.  
 
Kannski ætti ég einhvern tímann að standa við það sem ég ætla mér - eins og að hanga á börum og eltast við kvenfólk eða munnhöggvast við vitleysinga sem ég rekst á á þessum börum.  Ég ætti að reyna að taka mér þá sem eru næs til fyrirmyndar og koma vel fram við fólk.  Þá mundi ég ekki stundum hafa það á tilfinningunni að heimurinn hafi snúist gegn mér?  En er það ekki vænisýki?  Kannski þarf ég bara lyf? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neinei, þetta er óumflýjanlegt og kallast Weltschmerz, þarna suðrí Berlin.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Það er örugglega hægt að nálgast lyf við þessu eins og öðru. Enda virðist það oft vera auðveldasta lausnin við vandamálunum - þó hún sé sjaldan sú réttasta!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Kreppumaður

Einu lyfin sem ég hef trú á eru í fljótandi formi - mixtúrur og svoleiðis sull!

Kreppumaður, 20.4.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband