Og ég datt...

Skokkaði og sá á ferð minni frægan bloggara  ég ullaði á hann þegar ég var búinn að hlaupa framhjá honum og við það rak ég löppina í stein og datt framfyrir mig.  Maður á víst ekki að ulla á fólk sem manni finnst fífl.  Leið samt ekkert betur eftir skokkið, er með bullandi hausverk útaf mjög svo óheftri drykkju á léttvíni og bjór og með eitthvað sem gæti verið mórall yfir því að vera ég.  Ætla að horfa á heimildarmynd um Jack Kerouac, kannski lumar sá löngu dauði bítnikur á einhverjum ráðum við timburmönnum og hugsýki?  Vonandi enda ég samt ekki eins og hann - búandi heima hjá aldraðri móður sinni sem þrælaði í verksmiðju til þess að sjá honum fyrir drykkjupening?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þú verður seint talinn vera sá heppnasti !

Reyndu nú að hvíla súra hausinn og láta þetta þér að kenningu verða! 

Gunnhildur Ólafsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég er lagstur í bólið með malaríu og held að það sé refsing fyrir lífernið?

Kreppumaður, 20.4.2008 kl. 17:31

3 identicon

Orsök og afleiðing minn kæri kreppumaður og ekki fara nú að taka upp á því að breytast kominn á þennan aldur og allt. Löngu orðinn meitlaður í grjót, svo finnst mér þessi eilífi biturleiki og kreppa fara þér alveg einstaklega vel.

Gott að þú skokkaðir, sem betur fer er ég ekki frægur bloggari en ég skokka! Ennþá hefur enginn ullað á mig:) Kannski ég sé þá ekki fífl eftir allt!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 18:33

4 identicon

Hver er myndin um Kerouac? Væri til í að sjá um hann mynd.

Ragga (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Kreppumaður

Guðbjörg:  ég breytist ekki neitt, er orðinn forhertur í vitleysunni, eins og þú getur þér til um.

Ragga: ágæt mynd...

http://video.google.com/googleplayer.swf?docId=3263084391161565877

Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband