21.4.2008 | 13:12
Malaría
Held að ég sé með malaríu þar sem ég svitna og fæ kuldaköst til skiptis og ég sem var nýbúinn að vera veikur? Þetta er örugglega refsing fyrir það að byrla konum eitur og ulla á óþolandi bloggar? Ég þoli ekki að vera veikur og liggja upp í rúmi, tíminn sniglast þá áfram og maður getur ekkert gert nema vorkennt sér eða gefist upp og dáið? Kannski geri ég það bara?
Athugasemdir
Bara eitt í stöðunni -gin og tónik...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.4.2008 kl. 13:42
Ertu enþá með móral?
Ásgeir, er ekki búið að taka efnið úr tónikinu sem átti að vera svo gott við malaríu?
Johnny (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:59
Held það nefnilega þannig að ég gæti alveg eins drukkið brennivín eða te...
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 15:06
Greining:
þar sem það er mánudagur þá tel ég að helgin hafi tekið sinn toll.
Þynnka í besta falli, fráhvarfseinkenni í versta falli.
Lækning:
Annað hvort þarftu að hætta þessu sem þú ert að gera um helgar eða gera meira af því þangað til að þú drepst. Gætir samt verið ofurmenni eins og einn ónefndur Rollingur sem er ódrepandi
Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 18:41
Í gær hélt ég að þetta væri fráhvörf eftir maraþon drykkju og daður í 4 daga en ég er ekki vissum það á öðrum degi en þegar ég hugsa til baka þá gekk ég út í Gróttu í þunnum jakka og skyrtu, rölti á milli bara svipað klæddur og keðjureykti á ónefndri búllu og skokkaði svo í gær þegar ég hélt að ég væri að deyja úr timburmönnum. En já, það eru til eldri menn en ég sem hafa úthald í svona og ég verð bara að líta upp til þeirra ef ég ætla að halda áfram á sömu braut!
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 19:04
Kæri Kreppumaður, eftir daður og drykkju í fjóra daga er nú ekki von á góðu :) Láttu samt ekki hugfallast þetta gengur yfir og þá verður þetta ástand í bestafalli fjarlæg minning. Spái því að það gæti gerst undir næstu helgi...eða hvað!
Svo er hinn möguleikinn að ég hafi þig að rangri sök og þú sárasaklaus af öllum ólifnaði og flensan tekið sig upp aftur.
Satt er það að miðað við suma er þú nú bara svona byrjandi, t.d. áður nefndan Rolling sem reyndar er löngu dauður að sjá......hann er bara ekki búinn að átta sig á því.
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:39
Ég er bara amatör en stúlkan er víst líka lögst í rúmið - held að þetta sé bara líkamlegt ofnæmi fyrir því að kynnast?
Kannski er ég líka steindauður og fatta það bara ekki? Líður þannig í dag!
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 19:55
Dauður og ekki dauður...
Nú er fokið í flest og allt það, Kreppumaður kominn með ofnæmi fyrir konum hef reyndar áreiðanlegar heimildir fyrir því að svona bráðaofnæmi sé lífshættulegt!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:07
Ja hérna - svakalega hefur stúlkan haft slæm áhrif á þig - hún hefur nánast dregið þig til dauða og það eingöngu á 4 dögum...hvernig fer þetta ef hún ákveður að leggja í það að umgangast þig meir? býst þó við því að hún muni komast uppúr rúminu á undan þér - svona miðað við aldur og fyrri störf?
Gunnhildur Ólafsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:13
Mikið er gott að veikindi mín og fyrirhugaður dauði getur skemmti ykkur. Mér er ekki skemmt, held að þessi dagur sé sá versti sem ég hef átt, af þó nokkrum slæmum á minni ævi. Ég er svo veikur að ég get ekki einu sinni reykt og hugsa ekki um áfengi... þá er mikið sagt.
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 20:24
Þú hefur gott af því að afeitrast - þó ekki væri nema smávegis! Kannski hugsaru þig tvisar um áður en í annan eins óskunda er farið?!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:40
Æi, verð að játa að ég hef ákveðna samúð með þér og læt hér með af allri spaugsemi með þín veikindi sem virðast vera alvarleg miðað við síðustu yfirlýsingar....
hang in there, þetta verður allt í lagi:)
Batakveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:51
Gunnhildur: verð búinn að gleyma þessu um leið og ég frískast og byrja þá á nýjum vitleysum.
Guðbjörg: Takk fyrir batakveðjur!
Kreppumaður, 21.4.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.