22.4.2008 | 16:56
Plön í lok veikinda
Þar sem ég sé fram á það að vera orðinn fullfrískur og sprækur á morgunn er ég farinn að leggja drög að því hvernig ég ætla að verja tíma mínum eftir vinnu. Eftir að hafa legið undir sæng í þrjá daga kemur að sjálfsögðu ekki til greina að vera heima jafnvel þótt að það kunni að bjóða heim hættunni að verða aftur veikur. Trúi því ekki að mér slái niður ef ég passa mig að vera vel klæddur. Ég er orðinn svo pirraður á því að vera hérna að allt fer orðið í taugarnar á mér og að sjálfsögðu mest ónefndir hávaðaseggir. Reyndar sagði kona sem ég kannast við lítillega mér sögu af því þegar hún bjó úti í Póllandi. Þá er það lenska karlmanna að fara á barinn klukkan 6 á morgnanna og fá sér tvo bjóra og fjóra snafsa fyrir vinnu. Það er svo endurtekið í hádeginu og eftir að vinnu líkur algleymi og blakkátt! Og miðað við það sem ég hef séð til nágranna minna og líka þeirra Pólverja sem hanga á Austurvelli um helgar og drekka þar og pissa á styttuna af Jóni Vestfirðingi, þá trúi ég öllu um þá.
Er að hugsa um að reyna að draga stúlku með mér í einhverja vitleysu annað kvöld og ef hún er ekki game þá fer ég að horfa á Barcelona- Man.utd með einhverjum af þessum ógæfu vinum mínum. En heima verð ég ekki, svo framalega að ég get staðið í báðar lappirnar og komist óstuddur út úr húsi!
Athugasemdir
Þetta líkar mér að heyra; rétti andinn!
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:01
Er í góðum bata fyrst ég plana það að skemmta mér á morgunn! Kannski ætti ég bara að fara út í kvöld?
Kreppumaður, 22.4.2008 kl. 17:18
Gott að heyra að þú er lifandi, var tvísýnt um tíma að því er virtist. Greinilegt að þú ert að koma til, farinn að plana skemmtanir að nýju!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:54
Steplu framyfir boltann?
Johnny (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:25
hehehe
Kreppumaður, 22.4.2008 kl. 18:26
Vonandi er henni sama þó þú sért dramadrottnig sbr. færsluna á undan :)
Heiða B. Heiðars, 22.4.2008 kl. 20:38
Ég get eflaust verið allskonar drottningar. En veikari hef ég ekki verið í mörg ár en síðustu daga.
Kreppumaður, 22.4.2008 kl. 21:02
Eða bara prinsessa! Prinsessan á bauninni og hún var sko marin og blá af einni baun. Þú þarft að búa flesta daga við hljóðofbeldi þeirra í neðra, svo er það nema von að ónæmiskerfið sé veikburða og heilsan eftir því!
Ítreka batakveðjur og ræð þér eindregið frá útstáelsi og kvennafari en geri ekki ráð fyrir að þú takir neinu tali með það!
Enda partur af þínum sjarma, sjálfseyðingarhvötin og þín ljóðræna biturð!
Ekki breytast :)
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:38
Ég er blár og marinn í eyrunum eftir stanslaust búmm...búmm..búmm... Og nú er ég orðinn svo frískur að ég hlusta ekki á nein góð ráð, svara ekki ef mamma mundi hringja og það er bara vegna þess að það er eftir smá snefill af skynsemi að ég er ekki rokinn út. Kannski af því að ég meika ekki að láta mér slá niður.
Kreppumaður, 22.4.2008 kl. 21:44
Kemur sér stundum vel þessi annars óþolandi skynsemi!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:49
Mun samt segja henni stríði á hendur á morgunn!
Kreppumaður, 22.4.2008 kl. 22:25
Ég líka. Skynseminnar hendur verða uppteknar í stríði næstu daga.
Bergur Thorberg, 22.4.2008 kl. 23:02
Mínar hendur eru uppteknar við að bera hóstasaft ört og títt að vörunum!
Kreppumaður, 23.4.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.