23.4.2008 | 11:53
Ég hræði börn
Þegar ég leit í spegil áðan sá ég Nostferatu úr mynd F.W. Murnau nema bara betur tenntan og með úfið hár. Svartari baugar hafa ekki sést. Svona hefur svefnleysi þriggja daga leikið mig grátt. Ég gæti hæglega farið útnúna og hrætt bílstjóra til þess að hætta aðgerðum og jafnvel Pólverjana (sem eru aldir upp við hræðslu á vampírum eins og við á Grýlu) til þess að pakka saman og hverfa til síns heima. Einnig gæti ég líka orðið frambærilegur sem leiðtogi í gothklíku eða jafnvel skrítnum nornasértrúarflokki. Endalausir möguleikar í boði með svona útlit. Ætla að njóta þess á meðan varir!
Athugasemdir
Er ekki málið að lauma sér út um bakdyrnar þegar skyggja tekur, eins og mr. Hyde forðum, og fá sér nokkra öllara hjá Máka og Skildi?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:47
Jú og sveiflast á milli persónuleika á tíu mínútna fresti. Það er dálítið ég.
Kreppumaður, 23.4.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.