23.4.2008 | 13:24
Þeir heilalausu
Alltaf eru það svo vanvitar og börn á gráusvæði sem fylgja svona ryskingum eftir til þess að geta sýnt í verki hvað kerfið hefur verið ,,vont" við það! Enda hvað eru margir fullorðnir sem hafa tíma til þess að grýta eggjum og ráðast að lögreglu um miðjan dag í stað þess að sinna vinnu eða námi? Þeir sem telja að kerfið hafa komið í veg fyrir að þeir fengu að njóta sín. Og lögreglan er náttúrulega handbeini kerfisins. Ætli þetta lið hafi hugmynd um út á hvað mótmæli bílstjóra snérust?
Ég vona að bílstjórar fari nú ekki að slást eða mótmæla hérna í miðbænum, nú standa víst yfir dimmiteringar með tilheyrandi drykkju og skrílslátum og ég er vissum að einhverjir fullir framhaldskólanemar mundi fara að snapa fæt við lögguna ef tækifæri byðist. Og ekki mun ég hvílast við þau læti frekar en trommutaktinn sem er að halda mér í einhverskonar pólskumgeðklofatransi!
![]() |
Fleiri mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur nú samt tíma til þess að blogga um þetta???
gestur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:38
En ekki tíma til að henda eggjum í lögguna.
Kreppumaður, 23.4.2008 kl. 13:58
Fyrri ræðumaður er nú meiri jólasveinninn
Halldór (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:04
Nei, nei... kannski bara bílstjóri með rauð þrútin augu.
Kreppumaður, 23.4.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.