24.4.2008 | 13:57
Að vakna inn í sumarið
Veturinn er víst liðinn. Og ekki ætla ég að fella eitt tár vegna hans. Og ég vaknaði við fuglasöng klukkan fimm í morgunn. Stór hópur af fuglum tísti í kór hérna fyrir utan í svona hálftíma. Og ég hlustað á þá á milli svefns og vöku og í huga mínum urðu til drög að ferðalögum um sveitir landsins. Og ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei sofið heila nótt undir berum himni. Kannski læt ég það rætast í sumar?
Athugasemdir
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:44
Sömuleiðis Guðmundur og sjáðu til - ég var mjög fullorðinn í gær og hélt mig heima, þrátt fyrir freistandi tilboð.
Kreppumaður, 24.4.2008 kl. 18:14
Gleðilegt sumar,
Varstu heima í gær?
Einn? Nei nei mér kemur það ekkert við!
Hvet þig til að prufa að sofa undir berum himni, engu líkt! Á leynistað á Snæfellsnesi þar sem ég sef úti amk einu sinni á sumri, galdrar er það sem ég get sagt um þá upplifun! Hef lent í rigningu og roki, kom ekki að sök!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:47
Ég var einn heima í gær - magnað! Hef sofið úti en aldrei heila nótt eða þannig, alltaf flúið eitthvað áður en nóttin er búin.
Kreppumaður, 24.4.2008 kl. 22:27
Öðruvísi mér áður brá, en er það bara vitleysa í mér að það er eitthver ró yfir þér? Hmm....
Hvað hefurðu flúið?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:01
Ég er búinn að vera of veikur til þess að vera jafn tjúllaður og vanalega. Og svo eins og allt annað fólk á ég mér margar mismunandi hliðar en fyrst og fremst verð ég að vera frískur á sunnudaginn, þá fermist erfinginn.
Ég hef tvisvar reynt að sofa úti undir berum himni, í bæði skiptin hvessti með rigningu svo ég skreið inn í nærliggjandi hús.
Kreppumaður, 24.4.2008 kl. 23:23
Auðvitað áttu margar hliðar, hélt aldrei neitt annað!
Vona að þú verðir góður á sunnudaginn í fermingu erfingjans.
Sendi þér því enn og aftur batakveðjur!
Hef sofið úti í roki og rigningu á leynistaðnum og ég er ekki að grínast ég svaf, það er sem ég segi eitthvað göldrótt við staðinn!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:10
Takk fyrir þetta Guðbjörg, er fullbata núna en ég veit það sjálfur að Snæfellsnesið er ótrúlegur staður og fylgir kraftur!
Kreppumaður, 25.4.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.