24.4.2008 | 20:50
Helgisögur
Ég held að þegar fram líða stundir munu þessi bílstjóramótmæli fá á sig ákveðin helgiblæ enda hafa þau allt til þess að bera. Óánægður lítilmagni sem vill að fasísk stjórnvöld rétti að þeim ölmusur og rís svo upp þegar ekkert er að gert. Og eins og tildæmis í rússnesku byltingunni byrja mótmælinn friðsamlega þangað til yfirvöldum finnst of mikið æpt og tuðað og sýna vald sitt í formi velvopnaðra legáta sem ryðja svæðið. En hinir kúguðu láta sig ekki og koma alla veganna einu hefndarhöggi á fulltrúa stjórnvalda. Og svo eru þarna svik, mönnum er afneitað og þeim varpað út á hafsauga. Kannski að það sé strax komin valdatogstreita innann uppreisnarmanna? Nú býð ég spenntur eftir því hvort að bílstjórahreyfingin klofni í tvennt? Önnur mótmæli á Suðurlandsvegi, hin fylkingin stöðvar umferð á Reykjanesbraut. Og loka þannig aðflutningsleiðum að Reykjavík svo allur almenningur fer að hamstra matvæli til þess að lifa þetta umsátur af. Annars held ég að bílstjórarnir hefðu í frystalagi ekki átt að beina mótmælum sínum að Ríkinu heldur að bensínstöðvunum. Og hóta því að hætta að kaupa skyndibita, kaffi og sígarettur hjá þeim nema þau mundu lækka bensínverð um tíkall! Ég er vissum að þegar upp er staðið hefðu olíufélöginn ekki tímt að missa þann spón úr aski sínum, eflaust stór prósentusneið af veltukökunni þeirra. Annars skil ég ekki þessi mótmæli og allra síst hversvegna fólk sem hefur ekki aldur til þess að keyra bíla tók þátt í þeim í gær? Held að hér búi eitthvað meira undir? Almenn óánægja með lífið og tilveruna, lélegt sjónvarpsefni, dýr bjór...? En hvað veit ég? Hef aldrei haft skoðanir á stjórnmálum eða skilið þau.
![]() |
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessir bílstjórar standa í atvinnurekstri hér er um einkarekinn fyrir tæki að ræða. ekki starfmenn fyrirtækja né launamenn
Evert S, 24.4.2008 kl. 20:59
Það veit ég vel.
Kreppumaður, 24.4.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.